50, 500 eða 5000 – opinn fundur um málefni flóttafólks

Annað kvöld standa Ungir jafnaðarmenn fyrir opnum fundi um málefni flóttafólks. Hversu mörgum flóttamönnum geta Íslendingar tekið við? Hvernig eru innviðir okkar búnir undir komu fjölda flóttafólks? Hvernig fyrirbyggjum við hatursorðræðu, rasisma, félagslega einangrun flóttafólks og menningarlega árekstra? Getur Ísland breytt heiminum?

Þessar spurningar verða meðal þeirra sem reynt verður að svara á fundinum. Í panel verða Edda Ólafsdóttir, sérfræðingur innflytjendamála, flóttamanna og hælisleitenda hjá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Kristjana Fenger, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingur úr innanríkisráðuneytinu, og Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Umræðum stýrir Óskar Steinn Ómarsson úr stjórn Ungra jafnaðarmanna.

Fundurinn fer fram á Kex Hostel, Skúlagötu 28 og er öllum opinn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand