Jafnaðarmenn sigruðu skólakosningarnar í Noregi

Verkamannaflokkurinn varð stærsti flokkurinn í norsku skólakosningunum í ár. Flokkurinn hlaut 31,9 prósent atkvæða og bætti við sig heilum 8,9 prósentustigum frá skólakosningunum fyrir tveimur árum. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, biðu mikinn ósigur og töpuðu samanlagt 16,9 prósentustigum. Hægriflokkurinn hlaut 16,4% atkvæða og Framfaraflokkurinn aðeins 10,5%, sem er versta niðurstaða flokksins frá árinu 1993.

Skólakosningarnar eru eins konar prufukosningar. Þær fara venjulega fram viku fyrir þing- og sveitarstjórnarkosningar og hafa verið haldnar frá árinu 1989. Kosningaþátttaka er alltaf mjög há, eða í kringum 80 prósent. Allir framhaldsskólar taka þátt í kosningunum, en þær gefa jafnan vísbendingar um fylgi flokkanna almennt. Mánudaginn 14. september næstkomandi ganga Norðmenn svo til sveitarstjórnar- og fylkisþingskosninga.

Allir vinstriflokkarnir bættu við sig í skólakosningunum í ár. Sem fyrr segir bætti Verkamannaflokkurinn við sig 8,9 prósentustigum og Sósíalistar bættu við sig 2,5 prósentustigum og hlutu 7,5% aktæða. Athygli vekur að Græni flokkurinn tvöfaldaði næstum fylgi sitt og fór úr 3,7% í 6,7%.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið