Á landsþingi Ungra jafnaðarmanna um nýliðna helgi kom fram skýr krafa um að Davíð Oddson og aðrir Seðlabankastjórar ættu að víkja.
Á landsþingi Ungra jafnaðarmanna um nýliðna helgi kom fram skýr krafa um að Davíð Oddson og aðrir Seðlabankastjórar ættu að víkja. Í ræðu sinni sagði formaður félagsins, Anna Pála Sverrisdóttir, að Davíð Oddson væri gereyðingarvopn fyrir íslenskt efnahagslíf.
Ungir jafnaðarmenn styðja því málflutning Ágústs Ólafs, varaformann Samfylkingarinnar, heilshugar þegar hann segir að seðlabankastjórum beri að víkja.
Ungir jafnaðarmenn vilja nýja seðlabankastjóra
Stöðugleiki í efnahagsmálum og heilbrigði markaða á að vera helsta markmið í stjórn efnahagsmála. Sjálfstæður faglegur seðlabanki sem er óháður stjórnvöldum gegnir þar mikilvægu hlutverki. Bankinn hefur mikil áhrif á efnahagslíf landsins og til þess að aðgerðir hans beri tilætlaðan árangur þarf bankinn njóta trausts markaða og allra hagsmunaaðila. Í dag standa mál þannig að Seðlabanka Íslands er rúinn trausti. Vaxtastefna hans hefur í meginatriðum brugðist og verðbólgumarkmið bankans hafa ekki náðst. Eftir stendur íslenska þjóðin í verðbólgubáli, með háa stýrivexti og ónýtan gjaldmiðil, allt atriði sem Seðlabankinn á að hafa áhrif á og eru að sliga fjölskyldur og fyrirtæki í landinu.
Ungir jafnaðarmenn vilja að nýr seðlabankastjóra verði ráðinn til að endurheimta nauðsynlegan trúverðugleika bankans.
Umbylta verður ráðningarferlinu. Þar verða fagleg sjónarmið að ráða för. Nauðsynlegt er að krefjast viðeigandi menntunar og reynslu eins og gert er í okkar samanburðarlöndum. Hætta verður að líta á Seðlabankann sem
hvíldarheimili fyrir lífsþreytta stjórnmálamenn. Seðlabankinn þarfnast sárlega faglegrar stjórnunar sem er hafin yfir flokkapólitík og horfir hlutlaust á menn og málefni.