Fjölmiðlar, ykkar ber skylda til að vanda fréttaflutning

,,Þá er auk þess nauðsynlegt að ríkisstjórnin og þingmenn, og ekki síst fjölmiðlar brýni það fyrir fólki að halda ró sinni”. Segir Jóhann Jónsson formaður Sölku félags ungra jafnaðarmanna á Akureyri.
Þetta eru ekki eftirsóknarverðir tímar sem íslenska þjóðin lifir núna. Allt virðist vera að fara á versta veg og fjölmiðlar keppast um að vera fyrstir með neikvæðu fréttirnar og reyna að mála landslagið svart. Ríkisstjórnin hefur staðið í ströngu undanfarið og ráðherrar og stjórnarþingmenn ekki skorast undan þeirri ábyrgð sem þeir voru til kosnir. Sú ákvörðun með frumvarpið sem var tekin var erfið en í raun sú eina rétta. Með þessari ákvörðun þá reisir ríkisstjórnin skjaldborg um íslenska þjóð og gætir hagsmuna almennings í þessum öldusjó sem við erum stödd í núna.

Við verðum að sýna stillingu og leyfa ríkisstjórninni og Fjármálaeftirlitinu að vinna sína vinnu. Þau vinna eins hratt og mögulegt er. Unnið dag og nótt við að leysa þann vanda sem við erum í. Það er hinsvegar ekki nóg að ríkisstjórnin og Fjármálaeftirlitið vinni sína vinnu heldur verða fjölmiðlar að sýna ábyrgð og vanda allan fréttaflutning. Þegar flett er vefmiðlum yfir daginn þá keppast þeir við um að koma með fréttir sem eru flestar ef ekki allar á neikvæðum nótum. Á miðvikudag mátti m.a. lesa að Bretar ætli í mál við Ísland (netmiðlar), Ísland í 700 milljarða ábyrgð (24 stundir), Finnar hættir að versla með krónur (vísir.is). Fréttaflutningur hefur einkennst af neikvæðum fréttum. Kannski selja neikvæðar fréttir frekar auglýsingar í þessum miðlum en ekki fréttir á jákvæðum nótum sem róa um leið Íslendinga.

Stöð 2 var með frétt þar sem rætt var við húsmóðir í Reykjavík sem segist hugsanlega vera búin að glata öllu sínu fé með því að hafa lagt sparifé sitt í Peningamarkaðssjóð hjá Landsbankanum. Hún vildi taka það út fyrir viku síðan en ráðgjafinn taldi það glapræði. Ég vil ekki að gera lítið úr áhyggjum konunnar en spyr hinsvegar : Hver er það sem tekur endanlega ákvörðun um hvort konan innleysi að hluta eða allan sjóðinn? Hjá hverjum liggur ábyrgðin? Mikilvægast þó er að vita hver tilgangur fréttastofu Stöðvar 2 var með þessari frétt og af hverju endurtók Stöð 2 ekki ummæli viðskiptaráðherra fyrr um daginn að leitast verður við að peningamarkaðssjóðirnir verði tryggðir að hluta? Með þessari frétt var verið að ala á hræðslunni í fólki. Það sé að tapa peningunum sínum. Það verður forvitnilegt að vita hversu margir fara í bankann sinn í dag vegna þessarar fréttar og reyna að taka út sparifé sitt?

Ríkisstjórnin hefur gefið það út að innistæður almennings eru öryggar og verði bættar án hámarks. Það er nauðsynlegt að fjölmiðlar fjalli vandlega um þessi mál og ali á hræðslunni sem fær fólk til að hlaupa út í banka til að taka út sparifé sitt. Bankarnir þurfa lausafé til að halda sér gangandi og þess til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Þá er auk þess nauðsynlegt að ríkisstjórnin og þingmenn, og ekki síst fjölmiðlar brýni það fyrir fólki að halda ró sinni. Það er unnið að því hörðum höndum að því að slá skjaldborg um íslenskan almenning. Fjölmiðlar bera líka gríðarlega ábyrgð á svona tímum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand