10 ástæður fyrir því að Forseti Íslands ætti ekki að undirrita lög um eignarhald á fjölmiðlum.

1. Látum ekki ríkisstjórnina komast upp með enn eitt frumvarpið sem gengur þvert á vilja þjóðarinnar! Hvort sem það er Kárahnjúkavirkjun, Íraksstríð, skerðing á málfrelsi eða mannréttindum innflytjenda, þá er deginum ljósara að núverandi ríkisstjórn er óhæf, metnaðarlaus og ekki treystandi. Við skulum vona að annað sé hægt að segja um háttvirtan forseta lýðveldisins! 10. Hann myndi minna Davíð og Björn á að það er allt í lagi að skipta um skoðun, sbr. ummæli þeirra 1995 þegar þeir studdu hringamyndun í fjölmiðlaheiminum af miklum móð. Vissulega var Ólafur andvígur slíkum umsvifum, en við erum viss um að hann hefur skipt um skoðun.

9. Steingrímur Joð myndi eflaust Ólaf ófegurri nöfnum en „gungu og druslu“, það er fullvíst. Allavega hitti eldhússdagsræða Steingríms beint í mark og er réttast að hrósa honum fyrir sín stóru orð. Það skiptir máli að þora.

8. Eflaust myndu fleiri nenna að kjósa í nk. forsetakosningum og forða þeim frá glötun. Þekkir einhver einhvern sem nennir að kjósa í óbreyttu ástandi? Ekki ég.

7. Ef Ólafur óttast að undirritun laganna tryggi honum viðveru á Bessastöðum, þá skjátlast honum stórkostlega. Hvort sem hann næði kjöri eður ei myndi álit þjóðarinnar á honum verða fyrir óbætanlegum skaða.

6. Stuðningsmenn frumvarpsins eru sannfærðir um að það sé einfaldlega of lítilfjörlegt í eðli sínu til að forseti neiti undirritun, og þ.a.l. væri forseti að gera glappaskot með því að synja þeim um þessa undirskrift. En fyrst frumvarpið er svo lítilfjörlegt, yrði það stuðningsmönnum mikið hjartans mál ef það færi ekki í gegn?

5. Stjórnarskráin er stjórnarskráin, ekki satt? Synjun undirskriftar er allt annað en afneitun þingræðis. Skv. stjórnarskránni ber forseta að meta hvert frumvarp fyrir sig, því annars væri ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslu alls ekki til staðar.

4. Hverjum finnst leiðinlegt að brjóta blað í sögu lýðræðis? Vonandi ekki Ólafi, því þá hefur hann tryggt sér farmiða heim á Seltjarnarnes.

3. Um þessar mundir er sjálftraust ríkisstjórnarinnar svo mikið og kröftugt að annað eins hefur ekki gerst í áraraðir. Íslensk stjórnvöld eru svo gersneydd metnaði, að því leyti að það þekkist varla að embættisfólk segi af sér eða einfaldlega skammist sín þegar það hefur brotið á þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur margoft gerst sek um svik og óðsiðlegar gjörðir, t.a.m. Kárahnjúkavirkjun og aðild að innrás í Írak. Nú er komið að því að sýna þeim hver ræður!

2. Ólafur Ragnari Grímsson, Forseti Íslands, myndi fá á sig þann stimpil að hafa ekki virt mannréttindi og málfrelsi, myndi hann undirrita umrætt frumvarp. Davíð Oddsson og hans ríkisstjórn myndi að sjálfsögðu hverfa hægt úr sviðsljósinu þangað til nýjar tillögur um ómerkilegar skattalækkanir komast í umræðuna. Hver situr þá eftir með sárt ennið? Ekki verður það Davíð Oddsson, svo mikið er víst. Svipaðir atburðir áttu sér stað þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir undirritaði samþykkt um aðild borgarinnar að Kárahnjúkavirkjun fyrir hönd borgarstjórnar.

1. Látum ekki ríkisstjórnina komast upp með enn eitt frumvarpið sem gengur þvert á vilja þjóðarinnar! Hvort sem það er Kárahnjúkavirkjun, Íraksstríð, skerðing á málfrelsi eða mannréttindum innflytjenda, þá er deginum ljósara að núverandi ríkisstjórn er óhæf, metnaðarlaus og ekki treystandi. Við skulum vona að annað sé hægt að segja um háttvirtan forseta lýðveldisins!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand