Vor í lofti

Það hefur nú stundum heyrst að Samfylkingin virki ekki vel sem einn heildstæður flokkur heldur sé aðeins samtíningur sem erfitt er að samræma. Því er ég engan veginn sammála en ég held að það sé örugglega flokkur í íslensku stjórnmálalífi sem þessi fullyrðing á við og það er ekki Samfylkingin. Upp á síðkastið hefur komið meira og meira í ljós að Framsóknarflokkurinn aðhyllist ýmsar ólíkar stefnur og virðist engan veginn geta komið sér saman um eina ásættanlega leið. T.d. eru komin hátt í 6 félög framsóknarmanna í Kópavogi. Hvað segir það okkur? Nú nálgast vorið óðfluga og þá vakna spurningar um hvort í vændum sé annað viðburðaríkt sumar. Það er um að gera að vera bjartsýnn, það tilheyrir vorinu. Það sýnir nú bara bjartsýni landsmanna að ætla sér ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana í máli Bobby Fischer. Heilt föruneyti ferðast um hálfan hnöttinn án þess að fá svo mikið sem að sjá framan í Bobby Fischer. Ég held að það sýni aðeins gúrkutíð síðastliðinna vikna að mál skáksnillingsins sé eitt af stærstu umfjöllunarefna fjölmiðla þessa dagana. Það er í raun bráðfyndið að menn séu að velta sér upp úr þessu þar sem Bobby Fischer uppfyllir engan veginn skilyrði íslenskra laga til að öðlast ríkisborgararétt. Samkvæmt skilyrðum laga um ríkisborgararétt nr. 100/1952 þarf sá sem sækir um íslenskan ríkisborgararétt t.d. að hafa átt hér lögheimili, í hjúskap með íslenskum ríkisborgara ofl. Bobby Fischer hefur engin tengsl við landið fyrir utan það þegar hann kom hingað fyrir allmörgum árum og tefldi skák. Það er fráleitt að vera að eyða öllu þessu púðri í að fá manninn til landsins þó ekki sé nema bara vegna þess að hann uppfyllir engin skilyrði til að öðlast ríkisborgararétt. Stundum er því nauðsynlegt að setja bjartsýninni skorður, hún má ekki blinda mönnum sýn.

Það hefur nú stundum heyrst að Samfylkingin virki ekki vel sem einn heildstæður flokkur heldur sé aðeins samtíningur sem erfitt er að samræma. Því er ég engan veginn sammála en ég held að það sé örugglega flokkur í íslensku stjórnmálalífi sem þessi fullyrðing á við og það er ekki Samfylkingin. Upp á síðkastið hefur komið meira og meira í ljós að Framsóknarflokkurinn aðhyllist ýmsar ólíkar stefnur og virðist engan veginn geta komið sér saman um eina ásættanlega leið. T.d. eru komin hátt í 6 félög framsóknarmanna í Kópavogi. Hvað segir það okkur? Einn og sami flokkurinn ætti ekki að eyða orku í að stofna mörg félög sem standa í valdabaráttu á bakvið tjöldin. Í staðinn ættu flokksmenn að einbeita sér að krefjandi verkefnum sem eru sannarlega ekki af skornum skammti í íslensku samfélagi. Það er gott og blessað ef Framsóknarmenn hafa víkkað út sjóndeildarhringinn og litið aðeins út fyrir landssteinana í átt til Evrópu. En hver er stefna þeirra? Það þýðir lítið að koma með yfirlýsingar sem kvarnast alltaf smátt og smátt af þangað til ekkert stendur eftir. Ég held að ef Framsóknarflokkurinn vilji öðlast traust og virðingu þjóðarinnar á ný verði hann að fara að hugsa alvarlega um gjörðir sínar.

Að sjálfsögðu hugsa ekki allir flokksbræður á sama hátt og auðvitað býst enginn við því. Flokkar eru oft breiðar fylkingar með margvíslegum skoðunum innanborðs og Samfylkingin er þar engin undantekning, en ætli menn sér að vera yfirhöfuð flokksbundnir verða þeir að hafa einhverja samræmingu. Annars ætti bara að afnema allt flokkakerfið og kjósa milli einstaklinga. Ég held satt að segja að það yrði ekki mjög heilladrjúg leið.

En nóg um Framsóknarflokkinn. Mig langaði aðeins að minnast á eitt af hneykslum íslensks samfélags í dag. Það er þegar erlendir verkamenn eru fluttir hingað til lands vegna þess að þeir eru ódýrara vinnuafl en þeir íslensku. Þeir eru oft látnir búa við aðstæður sem geta vart talist mannsæmandi, í gámum sem halda ekki veðri og vindum og fá laun sem eru langt fyrir neðan íslenska kjarasamninga. Fyrir utan áhrif þessarar meðferðar á sjálfa mennina, verða áhrifin fyrir íslenska vinnumarkaðinn hrikaleg ef áfram heldur sem horfir. Það er engan veginn ásættanlegt að flytja inn “ódýrt”, erlent vinnuafl og búa svo um að íslensk vinnulaun lækka í kjölfarið og fæla menn frá þessum atvinnugreinum. Það er nú nógur skortur á iðnaðarmönnum samt.

Að lokum langar mig að minnast á formenn stjórnmálaflokka. Leiðtogi stjórnmálaflokks þarf að skapa sér virðingu og traust. Hann þarf að vera einhver sem menn líta upp til og einhver sem hvetur menn til góðra verka. Formaðurinn er andlit flokksins út á við. Hvernig stendur á því að Ísland er svo frábrugðið öðrum ríkjum í sambandi við það að formenn segi af sér? Þegar menn njóta ekki lengur trausts flokksmanna og fólksins í landinu er ástæðulaust að þeir haldi áfram. Þá á að hleypa nýju blóði í flokkinn og forystu hans. Það er alltof algengt hér á landi að þeir sem eru ekki að standa sig í flokksforystu haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það er óeðlilegt að skipta ekki mönnum út þegar þeir hafa ekki lengur neitt sérstakt fram að færa. Nú er ég ekki að tala um einhvern einn flokk heldur alla. Það þurfa allir flokkar að huga að ímynd sinni, því ímyndin er flokkurinn, að minnsta kosti í huga almennings. Stjórnmálaflokkar eru lifandi afl og það á ekki að hefta það heldur virkja, með því að leyfa nýju fólki að komast að.

Eins og áður sagði er vorið á góðri siglingu og því tilvalið að skrifa smá bjartsýnisgrein af því tilefni. Það fylgir vorinu að breyta og bæta í kringum sig og á það einnig við á stjórnmálasviðinu. Það er bara vonandi að allt breytist til góðs.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand