Flugvöllurinn verði áfram í nágrenni Reykjavíkur

Í vikunni hef ég haft samband við ýmsa aðila sem hafa hagsmuni af því að innanlandsflug verði í blóma áfram. Með þessu staðfesti ég þann grun minn að fólk á landsbyggðinni telur að innanlandsflug muni leggjast af í núverandi mynd, sérstaklega ef völlurinn verður fluttur til Keflavíkur. Rökin fyrir því eru einföld. Akureyrarflug er stærsta kökusneiðin í innanlandsfluginu. Á Akureyri telja menn að tveggja tíma flugferðalagi um Keflavík verði almennt hafnað, þegar mun ódýrara er að keyra, auk þeirra þæginda sem fylgja því að hafa eigin bíl í borginni. Á Ísafirði hef ég heyrt svipuð sjónarmið, það sé skárra að keyra en að fljúga, verði þetta raunin. Egilsstaðir og nágrenni eru í sérstökum vanda að því er þetta varðar, enda um að ræða 7 tíma akstur. Vatnsmýrarflugvöllur er mikið í umræðunni þessa dagana og er þetta þriðja greinin hér á Pólitík í þessum mánuði um málefni sem lúta að flugvellinum. Að þessu sinni er komið að fulltrúa hins litla minnihlutahóps sem ‘þarf að fljúga norður í land einu sinni í viku’, eins og Dagbjört Hákonardóttir orðar það í grein sinni þann 2. mars s.l., til að koma sínum sjónarmiðum og sjónarmiðum landsbyggðarinnar að.

Í vikunni hef ég haft samband við ýmsa aðila sem hafa hagsmuni af því að innanlandsflug verði í blóma áfram. Með þessu staðfesti ég þann grun minn að fólk á landsbyggðinni telur að innanlandsflug muni leggjast af í núverandi mynd, sérstaklega ef völlurinn verður fluttur til Keflavíkur. Rökin fyrir því eru einföld. Akureyrarflug er stærsta kökusneiðin í innanlandsfluginu. Á Akureyri telja menn að tveggja tíma flugferðalagi um Keflavík verði almennt hafnað, þegar mun ódýrara er að keyra, auk þeirra þæginda sem fylgja því að hafa eigin bíl í borginni. Á Ísafirði hef ég heyrt svipuð sjónarmið, það sé skárra að keyra en að fljúga, verði þetta raunin. Egilsstaðir og nágrenni eru í sérstökum vanda að því er þetta varðar, enda um að ræða 7 tíma akstur.

Mér var tjáð að margir Akureyringar sitji í nefndum í ýmsum málum hér í höfuðborginni sem myndu verða af slíkum nefndarstörfum verði flug fært til Keflavíkur, þar sem þeim mun ekki verða fært að ferðast á jafn auðveldan og hagkvæman máta og nú er. Þá erum við að tala um fólk í opinbera geiranum. Er það ljóst að ýmsir sem stunda atvinnu í einkageiranum, t.d. á Egilsstöðum, ættu óhægt um vik að sækja hingað vinnu eða t.d. ráðstefnu öðru vísi en að fara fljúgandi. Tökum dæmi: Maður fer frá Egilsstöðum að morgni dags, með fyrstu vél. Kominn í borgina hálf 11. Þá er allur dagurinn eftir hádegi laus. Hann getur svo stokkið upp í vél kl. hálf níu sama kvöld, farið í rúmið heima og mætt í vinnu daginn eftir. Sama má segja um sjúkling sem fer í dagsrannsókn á sjúkrahúsi, sem býður upp á alla þá þjónustu sem ekki fæst úti á landi. Telja má að verulegt óhagræði yrði fyrir krabbameinssjúkling, t.d. að fara í mikið lengra ferðalag en um ræðir (1. klst. frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, miðað við núverandi staðsetningu flugvallar).

Ég fékk upplýsingar um það að þegar verið var að fljúga með innanlandsfarþega til Keflavíkur í þokunni frægu, sem var hér í borginni um daginn að afgreiðsla farangurs frá flugvélum hefði tafist vegna aðstæðna á vellinum. Yrði innanlandsflug fært þangað þyrfti að byggja upp alveg nýja aðstöðu fyrir innanlandsflug við völlinn. Tafir væru óhjákvæmilegar á svo stórum flugvelli. Ef það á síðan að bæta við byggingu járnbrautar ofan á þetta fara þessir 200 milljarðar fljótt í vaskinn, því auk þess þarf einnig að taka með í fórnarkostnaðinn það tap sem hlýst af því fyrir þjóðarbúið að innanlandsflug verði lagt niður.

Lagning járnbrautar er ekki lausn á vandanum. Þá komum við að hlutum eins og sjúkraflugi, þar sem þú flýgur ekki með fársjúkt fólk á Keflavík til að fara með það í járnbrautarlest til Reykjavíkur. Þarna kemur enn annar ‘factor’ sem hefur áhrif á fórnarkostnaðinn, en það er að krafa um hágæða heilbrigðisþjónustu á tveim stöðum, í höfuðborginni og í Keflavík verða varla til að minnka á vanda heilbrigðismála hér á landi. Gleymum ekki að Landspítalinn við Hringbraut er einmitt á kjörstað þegar sjúkraflug er annars vegar. Aukin kostnaður landsbyggðarfólks sem sækja á þessa þjónustu er svo kostnaður sem bitnar á sjúklingum landsbyggðarinnar og sjúkratryggingasjóði. Er það sanngjarn fórnarkostnaður? Það væri auðvitað til hagræðingar fyrir borgina, en er rétt að ríkið borgi það úr eigin vasa ásamt sjúklingum?

Annað er snýr að járnbraut er það að þetta eykur ferðatíma verulega. Fyrst þarf maður að mæta á flugvöll ‘úti á landi’, svo þarftu að fljúga (í flestum tilfellum lengri flugtími til Keflavíkur), sækja farangur (sjá sjónarmið um tafir á stórum flugvelli að ofan), fara á brautarstöð (hvar sem hún myndi vera), dóla í lest, stoppa á brautarstöð, og þá gera ráðstafanir um að komast þaðan! Í litlu landi er þetta ansi strembið og langt ferðalag.

Arndís Anna viðraði sjónarmið um samgöngur, m.a. í grein sinni frá 5. mars síðast liðinn. Þar taldi hún að færsla flugvallarins væri lausn allra þeirra vandamála sem borgarsamgöngur Reykjavíkur hafa þurft að glíma við. Þetta er ekki svo einfalt. Einkabíllinn er í hávegum hafður á Íslandi og Pajero-jeppinn er stöðutákn í íslensku samfélagi í dag. Þetta gæti auðvitað breyst með tímanum, en þegar við værum búin að ganga að innanlandsflugi dauðu þyrftum við að horfast í augu við þau vandamál sem snúa að því þegar Akureyringar, Ísfirðingar, Eyjamenn, Hornfirðingar og Egilsstaðabúar, ásamt öllum þeirra nágrönnum, þurfa að keyra ‘suður’ til að sækja sína þjónustu sem höfuðborg skal vissulega veita. Þá þætti mér gaman að sjá fólk segja að litli minnihlutahópurinn sem velur að búa í útnára alheimsins skipti ekki máli þegar rætt er um innanlandsflug. Það búa 100.000 manns utan höfuðborgarsvæðisins, þessa 100.000 manns þarf að þjónusta jafn mikið og 190.000 sem búa nálægt Reykjavík. Höfðuborg ber skyldur til að veita alla sína þjónustu, fyrir alla borgara landsins, þeim á ekki að vera örðugt að sækja slíka þjónustu. Falli innanlandsflug niður er ljóst að opna þarf starfsstöðvar (útibú) á ýmsum sviðum stjórnsýslu til að þjónusta hinar dreifðu byggðir landsins. Ef Reykjavík er ekki tilbúin að sinna þeim skyldum sem höfuðborg á að sinna eru staðir á landsbyggðinni sem myndi eflaust taka við ráðuneytum og þingi, forsetanum og Hæstarétti og sinna þjónustu við alla landsmenn.

Annað sem ég vill koma inn á varðandi áðurnefnda grein Arndísar frá 5. mars. Hún talar um miðbæinn sem menningarmiðstöð. Byggð í Vatnsmýri yrði aldrei hluti af miðbænum, hún er of langt frá þeim kjarna sem nú þegar er. Að auki sé ég ekki að fólk sem þegar hefur farið út í úthverfin komi inn í þennan ‘miðbæ’ til að búa þar. Sérstaða Reykjarvíkur er að hún er meira eins og sjávarbær, ekki stórborg. Við þurfum enga stórborg, við viljum sveitasæluna í Grafarvogi. Og ef það er svona ömurlegt að búa í úthverfi, þá er fullt af bæjum úti á landi sem eru tilbúnir að taka við fólki sem vill búa í miðbæ. Ekki miðbæ Reykjavíkur, heldur miðbæ á fallegum og friðsælum kaupstað úti á landi, fjarri mengun og hávaða, nálægt umhverfisvænum vatnsaflsvirkjunum og álverum.

Ef af flutningi innanlandsflugs úr Vatnsmýri verður, er það krafa landsbyggðarinnar að innanlandsflug verði áfram í grend við borgina. Borgin er alltaf að stækka og því er ljóst að slík færsla flugvallarins yrði ekki endilega viturleg til frambúðar. Að lokum langar mig að skjóta niður röksemdafærslu Guðmundar Steingrímssonar sem kom fram á baksíðu Fréttablaðsins í síðustu viku og varð í raun kveikjan að þessum greinarskrifum. Að flestir þeir sem komi til Reykjavíkur með flugi séu á leið í frí til Kanarí stenst ekki, eins og ég kom inn á áður eru margir sem koma vegna vinnu, veikinda og nefndarstarfa, svo ekki sé gleymt einu atriði sem áður var minnst, náms. Það má ætla að mikill minnihluti sé að fara erlendis.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið