Vistvænn lífstíll og fundur með iðnaðarráðherra

Umhverfisráðuneytið í samstarfi við Landvernd, Sorpu og Úrvinnslusjóð stendur á bakvið sýninguna Vistvænn lífstíll sem opnuð var í Perlunni í dag. Sýningin er opin öllum í dag sem og á Laugardaginn milli klukkan 11-17. Græna netið mun einnig halda opin fund um orku og auðlindamál með iðnaðarráðherra á laugardaginn, 26 apríl klukkan 11 á Sólon.

Sýningin Vistvænn lífsstíll var opnuð í Perlunni í dag, en 25. apríl hefur verið tileinkaður umhverfinu. Á sýningunni eru kynntar ýmsar aðferðir til þess að gera heimilishaldið vistvænna.

Umhverfisráðuneytið stendur fyrir sýningunni í samstarfi við Landvernd, Sorpu og Úrvinnslusjóð. Sýningin er opin í dag og milli kl. 11-17 á laugardag.

Á laugardaginn 26. apríl kl. 11 stendur Græna netið fyrir opnum fundi um orku og auðlindamál með Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra, á Sólon.
Fundarstjóri er Katrín Theódórsdóttir.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand