Viðskiptafrelsi með inngöngu í ESB

,,Möguleikar okkar til að versla við aðrar þjóðir margfaldast og viðskiptafrelsið magnast með inngöngu í ESB“. Segir Valgeir Helgi Bergþórsson í grein dagsins….


Það er gaman er að heyra háværar umræður um það að Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið, en samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins vill allt að ? þjóðarinnar hefja viðræður. Þar kemur einnig fram að sá flokkur sem mælist með minnst fylgi við ESB viðræður mælist samt sem áður með yfir 40 prósent fylgi og er því góður hljómgrunnur fyrir aðildarviðræðum í öllum stjórnmálaflokkum. Sér í lagi er ánægjulegt að yfir 70 prósent kjósenda Samfylkingarinnar vilja taka af skarið.

Evrópskur matur ekki mönnum bjóðandi

Síðast liðinn sunnudag mættu forkólfar helstu stjórnmálaflokka í Silfur Egils og ræddu könnun Fréttablaðsins. Var það í beinu framhaldi af umræðu um lagafrumvarp Einar K. Guðfinnsson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um upptöku matvæla-löggjafar Evrópusambandsins. Ánægjulegt var að heyra fordóma hans Bjarna Harðar, þingmanns Framsóknar, og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri-Grænna, gegn matvælum frá öðrum ríkjum og greinilegt að þau eru ekki manni bjóðandi.

Því spyr ég þá Ögmund Jónasson og Bjarna Harðarson; „Eigum við þá útiloka það að Evrópubúar geti fengið notið okkar góðu matvöru með því að taka ekki upp matvæla-löggjöf Evrópusambandsins, eða telja þeir að evrópsk matvaran sé nægilega góð og hver er þá fyrirstaðan fyrir því að við fáum að neyta hennar?“

Vissulega kemur nú koma fram sú staðhæfing að þetta sé mikil einföldun hjá mér og ég sé að gleyma blessuðum bændunum. En þá spyr ég á móti hvort við eigum ekki að opna markaði fyrir okkar vöru og leyfa Evrópubúum að neyta og njóta íslenskrar hágæðavöru, og gefa þannig bændum tækifæri á að auka framleiðslu sína og njóta þess að hún verði arðvæn, eða þá í versta falli yrði þessi markaður nýttur til að bæta upp hugsanlegt markaðstap hér á landi? Þá væri kannski loksins hægt að slá aðeins gífurlegan viðskiptahalla Íslands með frjálsri verslun landbúnaðarvöru við ESB.

Alþjóða-Ömmi

Ögmundur Jónasson sagði í Silfri Egils að hann væri svo alþjóðlega þenkjandi að hann vildi ekki loka sig inni í þessum einangraða hópi Evrópu. Hann vill vera opinn fyrir öllum heiminum. Þetta tel ég algjöran þvætting og get talið til nokkrar ástæður. ESB er með viðskipta- og tvísköttunarsamning við Fríverslunar bandalag Norður-Ameríku (NAFTA), en meðlimir NAFTA eru Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Einnig er ESB með viðskipta-samninga og tvísköttunar-samninga við mörg ríki í Norður-Afríku, og líka margsköttunar-samninga. Margsköttunar-samningarnir eru þannig uppbyggðir að þegar vara er framleidd í fleiri en einu landi safnar hún ekki sköttum á ferð sinni á milli landanna. Eykur þetta eftirspurn eftir vörunni og hún verður samkeppnishæfari.

Með þessu tryggir ESB að atvinna innan fátækari ríkja haldist þar og líka að fjármagn flæði til þeirra í formi greiðslu, fremur en ölmusu. Enn ein ástæða þess að Ögmundur Jónasson hefur rangt fyrir sér er að ef teknir væru saman allir þeir fríverslunar-, viðskipta-, margsköttunar- og tvísköttunar-samninga, kæmi klárlega í ljós að ESB hefur tvímælalaust vinninginn og er með margfalt fleiri en við. Enda hugsum okkur þetta svona: Ef þú situr fyrir hönd ríkis sem forgangsraðar samningagerð sína, hvar myndir þú setja 450 milljóna samfélag í röðina og hvar 310 þúsund þjóð?

Möguleikar okkar til að versla við aðrar þjóðir margfaldast og viðskiptafrelsið magnast með inngöngu í ESB. Við eigum því að hefjast handa við aðildarviðræður helst í dag og kjósa um samningin sem fyrst.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið