Virkjum landsbyggðina!

Þetta eru tvö lítil dæmi af leiðtogunum í bæjarstjórn Akureyrar þessa dagana sem að mínu mati þurfa á hvíldinni að halda eftir kosningar í vor. Það eru ótvíræð merki um þreytta stjórnmálamenn þegar þeir geta ekki verið sjálfum sér samkvæmir. Um leið og ég fer að fara gegn eigin sannfæringu í pólitík, vinsamlegast minnið mig þá á að hætta þannig að ekki fari fyrir mér eins og Kristjáni Þór og Jakobi! „Fyrirhuguð Kárahnjúkavirkjun mun skilja eftir varanleg spor á áhrifasvæði sínu. Breytingar verða á náttúrufari og landnotkun á svæðum þar sem gróður og dýralíf er viðkvæmt… Eftirfarandi helstu þættir í náttúrunni breytast eða glatast með tilkomu virkjunarinnar:
Mannvirki sem þrengja að ósnortnum víðernum á hálendinu sem þannig skerðast um 925 km2.
Breyting verður á landslagi við Hálslón, sem mun ná yfir um 57 km2 svæði
Verðmætar vistgerðir og búsvæði plantna og dýra fara á kaf í Hálslóni
Um 32 km2 af grónu landi fara undir Hálslón og um 8 km2 undir önnur mannvirki og miðlunarlón
Umtalsverðar breytingar verða á rennsli tveggja stórra jökuláa. Vatn eykst í Lagafljóti en meðalrennsli Jökulsár á Dal minnkar verulega
Ásýnd Hafrahvammagljúfra mun breytast talsvert þar sem nánast ekkert vatn mun renna um þau neðan við stífluna
……..
Verndargildi landsins á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar er hæst á hálendinu vegna þess að það er sérstætt og lítt snortið af mannavöldum. Til dæmis hefur verndargildi landsins sem fer undir Hálslón verið metið hátt á landsvísu.“

Svohljóðandi er skýrsla sem gerð var fyrir Landsvirkjun og ber hún heitið Mat á umhverfisáhrifum. Skýrslan er 168 bls. löng og tekur fyrir allt það sem fer aflaga í umhverfinu við tilkomu Kárahnjúka og metur hvort það sé „nægilega mikill skaði“ til þess að hætta við framkvæmdir. Eins og við vitum öll, þá var umhverfisskaðinn ekki nægjanlegur, Kárahnjúkar eru í framkvæmd.

Það sem stingur einna helst í augun við lestur á upptalningu á skaðsemi Kárahnjúka, eru þau 16 atriði sem varða eyðileggingu á náttúrunni vega ekki nóg á móti hinum 2 atriðum sem eiga að teljast „góð“ fyrir þjóðarbúið og það sem meira er; að öll þau atriði sem vega á móti byggingu Kárahnjúka og snúa að náttúrunni eru óafturkræf en þær 2 ástæður sem mæla með byggingu Kárahnjúka eru eitthvað sem má öðlast á annan hátt. Kárahnjúkar hafa varanleg áhrif á þjóðarhag, landsframleiðsla eykst um 8-15 milljarða á ári og útflutningstekjur aukast um 14% á ári. Vissulega er voða gaman þegar landsframleiðsla eykst sem og útflutningstekjur en ég vil spyrja hver er fórnarkostnaðurinn?

Ég vissi alltaf að stóriðjustefna væri ekki vænlegur kostur, ég vissi að ég væri á móti Kárahnjúkavirkjuninni en vissi ekki af hverju ég hafði þessar skoðanir. Þangað til að ég fór að kynna mér málið. Ég las þessa 168 bls. skýrslu, ég hef farið inná heimasíður Alcoa og kynnt mér málið. Niðurstaðan er sú að Kárahnjúkavirkjun er ekki sniðug. Það eina sem er slæmt í stöðunni að ég er örfáum árum á eftir. Virkjun við Kárahnjúka er komin af stað með tilheyrandi réttindabaráttu innflutts vinnuafls fyrir mannsæmandi launum, mannslátum og ólgu í landinu. Ég er ekki sátt við sjálfa mig að hafa ekki látið í mér heyra fyrir nokkrum árum. Ég get ekki komið í veg fyrir það að næstum 1000 km2 af ósnortnu landssvæði á Austurlandi fari undir þetta mannvirki með öllu tilheyrandi. En ég get reynt að koma í veg fyrir áframhaldandi eyðileggingu á landinu mínu með baráttu gegn stóriðjustefnu stjórnvalda.
Þegar ég var í kynfræðslu hér á árum áður sagði kennarinn okkur 8. bekkingum í grunnskólanum á Sauðárkróki að við ættum bara einn líkama og fengjum bara einn sjens. Við Íslendingar eigum bara eitt land og við fáum bara einn sjens, snúum baki við stóriðjustefnunni og virkjum landsbyggðina á annan máta, það er alveg hægt.

Myndin er tekin í Sauðadal við Kárahnjúka

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand