Vill umhverfisvænni matarinnkaup í borginni

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu meirihlutans um myndun heildstæðrar matarstefnu fyrir Reykjavík. Settur verður á fót stýrihópur sem á að móta stefnuna með mið af sjálfbærni, næringarmarkmiðum, lýðheilsu, félagslegum þáttum, rekstrarfyrirkomulagi, framleiðslumöguleikum og hagkvæmni.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Meðal þess sem hún vill sjá í stefnunni er aukin hlutdeild grænmetisfæðis í mötuneytum borgarinnar. „Við viljum sjá áherslu á dýravelferð því það er ekki hægt að vera vistvænn og fara illa með dýr. Það er mikilvægt að við setjum okkur stefnu um hvernig dýraafurðir við viljum bjóða upp á og að við aukum hlutdeild grænmetismáltíða og máltíða sem innihalda ekki kjöt.“ Heiða nefnir fjölmörg rök fyrir því að minnka neyslu dýraafurða í borginni. „Það er mikilvægt vegna þess að það hefur jákvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda og vegna þess að stærri og stærri hópur íbúa kýs að sneiða hjá dýraafurðum. Þá er það í samræmi við norrænar næringarráðleggingar.“

Þá þarf að sögn Heiðu einnig að líta til nýrrar mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Þar er lögð rík áhersla á að þeir aðilar sem borgin á í viðskiptum við virði mannréttindi. Ekki sé búið að útfæra þessa stefnu fyrir matvælainnkaup borgarinnar. „Við hljótum að gera þá kröfu að heilsu þeirra sem framleiða matinn stafi ekki ógn af vinnunni og að lífríki landanna þar sem matvælin eru framleidd séu ekki í stórkostlegri hættu,“ segir Heiða Björg.

Þess má geta að á síðasta landsþingi Ungra jafnaðarmanna var samþykkt ályktun þar sem hvatt er til þess að kjötneysla verði minnkuð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið