Valgerður: Hættum að hundelta fíkniefnaneytendur

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf í dag umræðu á Alþingi um afglæpavæðingu fíkniefna. Þar kallaði hún eftir aðgerðum innanríkisráðherra í málinu og sagði m.a. að þær aðferðir sem hingað til hefur verið beitt til að vinna bug á fíkniefnavandanum hefðu engum árangri skilað.

Í máli sínu benti Valgerður á að refsistefnan í fíkniefnamálum bitni helst á þeim sem minnst mega sín á meðan glæpamennirnir, þeir sem stýra dreifingu fíkniefna á milli landa, sleppa við refsingu. Þeir hagnist bæði á þeim sem ánetjist fíkniefnum og líka burðardýrunum sem þeir nota til að smygla efnunum heimshluta á milli.  Í stað þess að skila árangri hafi refsistefnan valdið miklum skaða.

Í lok ræðu sinnar sagði Valgerður: „Við eigum að hætta að hundelta fólk sem er beinlínis veikt og snúa okkur að því að hjálpa þeim sem verst eru farnir til að geta lifað sem skástu lífi í þeim aðstæðum sem þeir eru í.“

Að frumkvæði Ungra jafnaðarmanna var svohljóðandi stefna samþykkt á landsfundi Samfylkingarinnar í mars 2015: „Horfst verði í augu við þá staðreynd að refsirammi vímulöggjafarinnar sé of strangur og sé ekki til þess fallinn að aðstoða fólk sem stríðir við vímuefnavanda. Varsla neysluskammta fíkniefna ætti þar af leiðandi ekki að vera refsiverð og auknu fjármagni verði veitt í forvarnir og fræðslu í stað löggæslu.“

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand