Vill skipa óháða rannsóknarnefnd um starfsemi leyniþjónustunnar

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar segir í grein á vefsíðu sinni: ,,Það er einnig mjög athyglisvert í þessu sambandi, að það er fræðimaður sem dregur fram þessar upplýsingar. Hvers vegna hefur íslenska stjórnkerfið, t.d. dómsmálaráðuneytið eða Þjóðskalasafnið eftir atvikum, ekki frumkvæði að því að upplýsa þjóðina um jafnmikilvægar upplýsingar og að hér hafi verið starfrækt leyniþjónusta sem rekin hafi verið með opinberu fjármagni af opinberum starfsmönnum án nokkurs eftirlits eða aðhalds? Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar vill skipa óháða rannsóknarnefnd um starfsemi leyniþjónustunnar. Í grein á vefsíðu sinni, agustolafur.is, segir hann: ,,Það er einnig mjög athyglisvert í þessu sambandi, að það er fræðimaður sem dregur fram þessar upplýsingar. Hvers vegna hefur íslenska stjórnkerfið, t.d. dómsmálaráðuneytið eða Þjóðskalasafnið eftir atvikum, ekki frumkvæði að því að upplýsa þjóðina um jafnmikilvægar upplýsingar og að hér hafi verið starfrækt leyniþjónusta sem rekin hafi verið með opinberu fjármagni af opinberum starfsmönnum án nokkurs eftirlits eða aðhalds? Það er óneitanlega óhuggulegt tilhugsunar og full ástæða til þess að fara ofan í saumana á starfseminni. Það væri einfaldlega óábyrgt að gera það ekki og líta framhjá þessum kafla Íslandssögunnar.“

Í greininni segir einnig: ,,Síðastliðinn vetur lagði ég ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar einmitt fram frumvarp um óháðar rannsóknarnefndir. Frumvarpið gerir ráð fyrir algjörlega nýju úrræði í stjórnkerfi sem svo mörg mál sýna að sárlega vantar. Á komandi þingi munum við leggja frumvarpið fram og með samþykkt þess væri hægt að fara þá leið að skipa óháða nefnd sem hefði það verkefni að komast til botns um það hvert hlutverk leyniþjónustunnar var, hversu lengi hún starfaði og annars vegar hverjir það voru sem stóðu að henni og hins vegar urðu fyrir rannsókn af hennar hálfu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir ítarlegum málsmeðferðarreglum sem unnið yrði eftir. Það er trú mín að þessi leið sé hin rétta til þess að gera þetta mál upp, svo að sannleikurinn komi fram í dagsljósið. Og ekki síst, svo að draga megi lærdóm af sögunni.“

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand