Við getum haft áhrif !

0,,Það var löngu orðið tímabært að íslenska ríkisstjórnin færi að beita sér af alvöru í þessari blóði drifnu deilu fyrir botni Miðjarðarhafs og tæki þátt í friðarferlinu“. Segir Sema Erla Serdar í grein dagsins….


Það dró svo sannarlega til tíðinda þann 22. apríl síðastliðinn þegar forseti Palestínu, Mahmoud Abbas stoppaði hér á landi á leið sinni til Bandaríkjanna og átti fund bæði með forseta Íslands og síðar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra. Þrátt fyrir að stopp Abbas hafi verið stutt og fundur hans og Ingibjargar ekki nema rúmur klukkutími tilkynnti Ingibjörg eftir fundinn að nú hafi verið skipaður sérstakur sendifulltrúi hér á landi í málefnum Palestínu. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra í Japan, mun gegna þessari stöðu. Hann mun hafa aðsetur hér á landi en mun ferðast mikið til Palestínu og styrkja samskipti á milli landanna. Skipun þessi mun án efa auka jákvæð áhrif Íslands á friðarferlið og býður upp á marga möguleika til þáttöku okkar í því að koma á friði í Palestínu.

Abbas forseti var mjög ánægður með niðurstöðu fundar hans og Ingibjargar og virtist bera miklar vonir í brjósti um framhaldið. Hann telur Ísland geta spilað stórt hlutverk í friðarferlinu og lýsti yfir miklum áhuga á því að haldinn yrði leiðtogafundur hér í Reykjavík eins og gert var árið 1986 þegar hér hittust leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.

Það var löngu orðið tímabært að íslenska ríkisstjórnin færi að beita sér af alvöru í þessari blóði drifnu deilu fyrir botni Miðjarðarhafs og tæki þátt í friðarferlinu. Þetta er stórt og mikilvægt skref sem við höfum nú stigið með skipun þessa sérstaka sendiherra og nú er nauðsynlegt að gefa ekkert eftir og veita Palestínumönnum allan okkar styrk í baráttu þeirra fyrir frelsi sínu og tilvistarrétt.

Palestína er sárþjáð og kúguð þjóð sem sér vart sólina fyrir háum aðskilnaðarmúr, vegatálmum og annars konar hindrunum sem settar hafa verið upp til þess að koma í veg fyrir að Palestínumenn komist leiðar sinnar án vandkvæða. Dauði barna, kvenna og annarra óbreyttra borgara er nánast daglegt brauð á þessu hertekna svæði. Nauðsynjavörur eins og matur, vatn, rafmagn og jafnvel þak yfir höfuðið er ekki á boðstólnum fyrir alla og tala flóttamanna sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín hækkaði úr rúmlega 711.000 árið 1950 í yfir fjórar milljónir árið 2002 og fer enn hækkandi.

Ingibjörg hefur nú tekið af skarið í aðild okkar að friðarviðræðunum í Palestínu. Friðarímynd Íslands er sterk og getur komið að góðum notum fyrir þá sem hennar þarfnast. Aukin samskipti og aukin fjárframlög eru bara dæmi um það sem við getum gert.

Frjáls Palestína!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand