Við verðum að hafa traust

Traust er það sem hvert þjóðfélag þarf að hafa, traust á ríkisstjórn, traust á þingi og traust á dómstólum sem dæmi. Það þarf líka að vera til staðar traust alþjóðasamfélagsins.

Traust er það sem hvert þjóðfélag þarf að hafa, traust á ríkisstjórn, traust á þingi og traust á dómstólum sem dæmi. Það þarf líka að vera til staðar traust alþjóðasamfélagsins. Ef svarið verður NEI þann 9.apríl er það litla traust sem ísland hefur núna horfið, alþjóðasamfélagið mun ekki vilja vera í viðskiptum við smáþjóð sem ekki er hægt að treysta til þess að standa við skuldbindingar sínar. Það er ekki rétt, það er ekki siðmenntað og það er ekki sanngjarnt gangvart öðrum þjóðum. Hættan við að segja NEI er sú að mikilvæg fyrirtæki fari úr landi, fyrirtæki líkt og CCP og Össur. Ég veit ekki með ykkur hin en ég vil búa í landi þar sem atvinnulífið byggir ekki bara á fiskum,kindum og áli.

Við verðum að byggja upp atvinnulíf á Íslandi sem er fjölbreytt og gefur öllum tækifæri og það verður bara gert með því að byggja upp traust atvinnulífsins og alþjóðasamfélagsins á Íslandi aftur. Þar á samþykkt á Icesave stóran þátt. Þó við færum fyrir dóm og ynnum málið þá erum við samt búin að tapa trausti sem verður erfitt að vinna aftur. Það er ekki í boði að borga ekkert. Spurningin er hvort við eigum að hætta öllu sem við erum búin að byggja upp og allri framtíð okkar fyrir dómsmál. ESA er búið að segja okkur að við verðum að standa við skuldbindingarnar og borga. Ég held að við þurfum ekki fleiri vísbendingar um að við berum siðferðislega skildu til að borga. Svo JÁ. Samþykkjum þennan samning og byggjum upp traust.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand