Samfylkingin efnir til fundar á sunnudaginn klukkan 15:00 og verður fundurinn haldin á Grand Hótel og er fundurinn opinn öllum félagsmönnum. Rætt verður um tíðindin sem orðið hafa í fjármálakerfi landsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir heimilin í landinu.
Samfylkingin efnir til fundar með flokksmönnum á sunnudag, 19. október kl. 15, þar sem rætt verður um þau miklu tíðindi sem orðið hafa í fjármálakerfi landsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir heimilin í landinu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar mun setja fundinn með stuttu ávarpi og í kjölfarið munu Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fara yfir stöðuna, aðgerðir ríkisstjórnarinnar og atburði síðustu vikna.
Fundurinn er haldinn á Grand hótel og er opinn öllum flokksmönnum.