Veljum Ágúst Ólaf

Ágúst Ólafur Ágústsson er að að okkar mati góður kostur sem varaformaður Samfylkingarinnar. Þetta teljum við vegna þess að við höfum öll unnið með honum og þekkjum til vinnubragða hans. Í formannstíð Ágústs fjölgaði t.d. aðildarfélögum Ungra jafnaðarmanna um allt land, enda beitti Ágúst Ólafur sér fyrir eflingu flokksins á landsbyggðinni. Hann stóð m.a. fyrir öflugu og skemmtilegu málefnastarfi sem skilaði sér í auknum áhuga margs ungs fólks. Ágúst Ólafur Ágústsson er að að okkar mati góður kostur sem varaformaður Samfylkingarinnar. Þetta teljum við vegna þess að við höfum öll unnið með honum og þekkjum til vinnubragða hans. Í formannstíð Ágústs fjölgaði t.d. aðildarfélögum Ungra jafnaðarmanna um allt land, enda beitti Ágúst Ólafur sér fyrir eflingu flokksins á landsbyggðinni. Hann stóð m.a. fyrir öflugu og skemmtilegu málefnastarfi sem skilaði sér í auknum áhuga margs ungs fólks.

Þeir sem fylgst hafa með Ágústi eftir að hann tók sæti á Alþingi hafa sömuleiðis tekið eftir því hvað hann berst kröftuglega fyrir sínum málum.

Samhliða þingstarfinu hefur hann tekið virkan þátt í flokksstarfinu og m.a. haldið góðum tengslum við Unga jafnaðarmenn, sem eru að mörgu leyti undirstaða flokksins.

Þau mál sem hann hefur beitt sér fyrir hafa vakið mikla athygli, svo sem frumvarp um afnám fyrningarfresta. Hann er frjálslyndur jafnaðarmaður sem leggur mikla áherslu á menntamál og málefni ungs fjölskyldufólks auk efnahagsmála og hefur náð að sanna sig þannig að eftir því hefur verið tekið. Það yrði flokksstarfinu einfaldlega til góðs að fá Ágúst sem varaformann.

Ný kynslóð – Samfylkingarkynslóðin
Fram er komin ný kynslóð í Samfylkingunni. Það er kynslóð þeirra sem aðeins hafa starfað innan Samfylkingarinnar, en ekki innan eldri flokkanna sem mynduðu flokkinn á sínum tíma. Okkur finnst æskilegt að í forystusveit Samfylkingarinnar sé að finna fulltrúa þessarar kynslóðar. Samfylkingin er bæði flokkur framtíðarinnar. Ágúst Ólafur er verðugur fulltrúi nýrrar kynslóðar í forystusveit Samfylkingarinnar.

Við viljum því hvetja alla flokksmenn til að kjósa Ágúst Ólaf sem varaformann Samfylkingarinnar á landsfundinum 21. maí.

Brynja Magnúsdóttir 1. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og varaformaður Ungra jafnaðarmanna, Kristján Ægir Vilhjálmsson formaður Stólpa, félags Ungra jafnaðarmanna á Akureyri og Þorsteinn Másson formaður Ungra jafnaðarmanna á Ísafirði.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. maí

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand