Veisla fyrir Þýskalandsforseta kostaði 3,6 milljónir króna, eða rúmar 14 þúsund krónur á hvern veislugest

Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík, ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefur borist svar frá embætti forseta Íslands, vegna fyrirspurnar UJR um kostnað við veisluhald fyrir Þýskalandsforseta í Perlunni 4. júlí síðastliðinn. Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík, ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefur borist svar frá embætti forseta Íslands, vegna fyrirspurnar UJR um kostnað við veisluhald fyrir Þýskalandsforseta í Perlunni 4. júlí síðastliðinn.

Í svari forsetans kom fram að 221 gestur hefði setið veisluna. Þar á meðal var fylgdarlið Þýskalandsforseta, Íslendingar úr opinberu lífi, viðskiptalífi og af vettvangi menningar og lista, auk ýmissa forystumanna félagasamtaka sem tengjast samskiptum Þýskalands og Íslands. Til viðbótar var greitt fyrir 30 manns, öryggisverði og annað starfsfólk er að veislunni kom. Reikningur veitingahússins hljóðaði upp á 3.298.260 krónur, en að frádregnum vínskatti varð kostnaðurinn 3.139.167 krónur. Auk þess var greitt til Lúðrasveitar verkalýðsins, Karlakórs Reykjavíkur, tónlistarfólks og fyrir blómaskreytingar, samtals 471.450 krónur. Samtals gera þetta 3.610.617 krónur. Sé miðað við 251 gest í veislunni gera það 14.385 krónur á mann.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík gera sér fyllilega grein fyrir því að stundum er nauðsynlegt að halda veislur og bjóða erlendum forystumönnum til landsins. En að sama skapi er nauðsynlegt að gæta hófs og beita aðhaldi á þessu sviði sem öðrum. Næsta víst er að hægt hefði verið að halda sómasamlega veislu fyrir Þýskalandsforseta fyrir mun lægri upphæð en 3,6 milljónir króna. Til dæmis hefði verið hægt að fækka í þeim hópi sem fékk boðsmiða, en í staðinn selja miða í laus sæti.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vonast til þess að betur verði farið með skattfé almennings á nýja árinu en hinu gamla.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand