Vatnsmýrin og innanlandsflugið

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, sendu nýverið frá sér ályktun vegna umræðunnar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og áréttuðu fyrri afstöðu sína um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Í ályktuninni var öllum málmiðlunartillögum líkt og þeim að færa flugvöllinn á Löngusker í Skerjafirði hafnað. Auk þess var þess krafist að Samfylkingin bjóði upp á skýran valkost í skipulagsmálum og í málefnum Vatnsmýrarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, sendu nýverið frá sér ályktun vegna umræðunnar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og áréttuðu fyrri afstöðu sína um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Í ályktuninni var öllum málmiðlunartillögum líkt og þeim að færa flugvöllinn á Löngusker í Skerjafirði hafnað. Auk þess var þess krafist að Samfylkingin bjóði upp á skýran valkost í skipulagsmálum og í málefnum Vatnsmýrarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum.

Þétting byggðar
Við óbreytt ástand verður ekki lengur unað því byggðin mun að öðrum kosti halda áfram að þenjast út og þynnast til tjóns fyrir allt borgarsamfélagið. Vatnsmýrin er gríðarlega verðmæt fyrir framtíðarþróun borgarinnar og hægt er að koma mörg þúsund manna íbúðabyggð ásamt ýmiss konar atvinnustarfssemi fyrir á svæðinu sem nú er undirlagt af flugvellinum. Fari flugvöllurinn úr mýrinni má þannig þétta byggðina í Reykjavík verulega og hamla gegn þeim vexti umferðar, sem annars myndi verða. Um leið mun fólk eiga auðveldara með að sinna erindum sínum án þess að nota einkabílinn, miðað við það sem ella yrði.

Hugsanlegt byggingarland framtíðarinnar?
Við viljum að innanlandsflugið fari til Keflavíkur og höfnum hugmyndum líkt og þeim að færa flugvöllinn á Löngusker í Skerjafirði. Ef það verður búið að búa til flugvöll á svæðinu, þá verður líka búið að búa til 100 hektara land sem er álíka langt frá miðborginni og Vatnsmýrin er núna. Fyrst hægt er að reisa flugvöll á skerjunum þá er vel hægt að reisa þar blandaða byggð í náinni framtíð. Þá má svæðið ekki vera undirlagt af flugvelli því búast má við því að nokkrum árum seinna muni skapast þrýstingur á að þessi nýi flugvöllur fari svo hægt verði að nýta þetta nýja land. Þannig myndu Reykvíkingar standa á sama punkti og þeir gera núna varðandi Vatnsmýrina og umræðan sem heltekur skipulagsmál borgarinnar myndi vafalítið halda áfram í lítið breyttri mynd skömmu eftir að búið væri að taka Lönguskerjaflugvöll í notkun.

Mikill rekstrarkostnaður hins opinbera
Mörg önnur rök mæla gegn byggingu nýs innanlandsflugvallar á Höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna mikinn stofnkostnað og meiri rekstrarkostnað en ef notast yrði við Keflavíkurflugvöll fyrir innanlandsflug. Eins og staðan er í dag virðist sem íslensk stjórnvöld taki fljótlega við rekstri Keflavíkurflugvallar, en það höfum við ekki gert hingað til, og er áætlaður kostnaður rúmlega tveir milljarðar á ári sem er gríðarleg fjárhæð. Með því að láta innanlandsflugið flytjast til Keflavíkur má líka losna við þá hávaðamengun og slysahættu sem fylgir flugi í svo mikilli nálægð við byggð höfuðborgarsvæðisins.

Bæta vegtengingu á milli Keflavíkur og Reykjavíkur
Samhliða flutningnum þarf að stórbæta tenginguna á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Ljúka þarf hið fyrsta við tvöföldun Reykjanesbrautar og auk þess má hugsa sér lagningu Skerjafjarðarbrautar sem myndi greiða fyrir umferð til og frá miðborginni. Aukinheldur þyrfti að koma á rútu- eða strætóferðum á milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur á a.m.k. klukkutímafresti allan sólarhringinn allt árið um kring. Við það yrðu til góðar samgöngur sem yrðu til þess að það tæki álíka langan tíma að fara á einkabíl úr miðbænum til Keflavíkur og frá miðbænum að Mógilsá við Esjuna.

Tækifæri fyrir ferðaþjónustuna
Stuttar ferðir hafa færst í vöxt í ferðaþjónustunni. Það eru því gríðarleg tækifæri, fólgin í flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur, fyrir ferðamannaiðnaðinn. Hægt verður að beintengja millilandaflugið við innanlandsflugið sem þýðir að ferðamenn sem leggja af stað frá nálægum löndum um morgun gætu með stoppi í Keflavík t.d. verið komnir norður til Akureyrar fljótlega uppúr hádegi og um miðjan dag um borð í hvalaskoðunarbát í Húsavík. Í staðinn fyrir að þurfa að koma sér frá Leifsstöð til Reykjavíkur og dvelja þar jafnvel eina nótt. Samskonar dæmi er hægt að nefna fyrir Íslending á leið erlendis sem stígur um borð í flugvél um morgunmatarleyti á Ísafirði en hann gæti verið á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn skömmu eftir hádegi.

Á seinustu árum hefur innanlandsflugið dregist hratt saman og áfangastöðum hefur auk þess fækkað. Við teljum að með flutningnum muni innanlandsflugið koma til með að styrkjast og til lengri tíma litið muni flutningur þess til Keflavíkur bjarga því. Fyrst verða þó ráðandi aðilar í ferðaþjónustunni hér á landi að opna augun fyrir þeim stórkostlegu tækifærum sem felast í því að miðstöð innanlands- og millilandaflugs sé á sama stað – í Keflavík.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. september

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand