Hugsum vel um eldri borgara

Málefni eldri borgara fá sjaldan þann hljómgrunn sem þau eiga skilið og sum svið sem skipta aldraða mjög miklu liggja í þagnargildi. Einn þessara málaflokka er geðheilbrigðisþjónusta og þunglyndi meðal eldri borgara. Ýmsir sérfræðingar, s.s. sviðstjórar á Landspítalanum og geðlæknar, hafa nýverið bent á þörfina í þessum málaflokki.Ég hef tvisvar sinnum lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rannsókn á þunglyndi meðal eldri borgara þar sem m.a. átti að skoða umfang vandans, orsakir og afleiðingar, sem og forvarnir. Í þingmálinu var einnig bent á að engin stofnun innan heilbrigðisgeirans hér á landi fæst á skipulagðan hátt við þunglyndi eldri borgara. Í bæði skiptin hefur þingmálið verið svæft í meðförum stjórnarmeirihluta Alþingis. Málefni eldri borgara fá sjaldan þann hljómgrunn sem þau eiga skilið og sum svið sem skipta aldraða mjög miklu liggja í þagnargildi. Einn þessara málaflokka er geðheilbrigðisþjónusta og þunglyndi meðal eldri borgara. Ýmsir sérfræðingar, s.s. sviðstjórar á Landspítalanum og geðlæknar, hafa nýverið bent á þörfina í þessum málaflokki.

Ég hef tvisvar sinnum lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rannsókn á þunglyndi meðal eldri borgara þar sem m.a. átti að skoða umfang vandans, orsakir og afleiðingar, sem og forvarnir. Í þingmálinu var einnig bent á að engin stofnun innan heilbrigðisgeirans hér á landi fæst á skipulagðan hátt við þunglyndi eldri borgara. Í bæði skiptin hefur þingmálið verið svæft í meðförum stjórnarmeirihluta Alþingis.

Sérstaða þunglyndis eldri borgara
Samkvæmt skýrslum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er þunglyndi einn erfiðasti og dýrasti sjúkdómur mannkyns. Á Íslandi er talið að um 12.000–15.000 manns þjáist af þunglyndi. Þunglyndi meðal eldri borgara getur haft margs konar sérstöðu sem ber að taka tillit til.

Þunglyndi meðal aldraða getur í sumum tilfellum verið frábrugðið þunglyndi annarra aldurshópa þar sem missir maka eftir langt hjónaband, einmanaleiki, verkefnaleysi, óvirkni, hreyfingarleysi, missir sjálfstæðis, fjárhagsáhyggjur, félagsleg einangrun og jafnvel lífsleiði geta verið veigameiri orsök en hjá öðrum hópum. Sömuleiðis geta mörg einkenni þunglyndis verið álitin eðlilegur fylgifiskur öldrunar og skörun getur verið á milli líkamlegrar vanheilsu og aukaverkana lyfjameðferðar. Dvöl á hjúkrunarheimilum getur haft ýmis andleg áhrif á viðkomandi þar sem einstaklingur stendur skyndilega frammi fyrir því að búa við nýjar og aðrar aðstæður í nánu samneyti við nýtt og ókunnugt fólk.

Engin öldrunargeðdeild hér á landi
Það er því brýn þörf á að rannsaka sérstaklega þunglyndi meðal eldri borgara. Með greiningu á þunglyndi eldri borgara má auka þekkingu á þunglyndi meðal þessa fólks í þeirri von að draga megi úr tíðni þess, gera meðferð skilvirkari og fækka sjálfsvígum.

Gott starf hefur vissulega verið unnið hér á landi í tengslum við þunglyndi og má þar nefna fræðsluverkefni Landlæknis sem kallast Þjóð gegn þunglyndi og starf Geðræktar. Sömuleiðis hafa margir öldrunargeðlæknar og aðrar stéttir unnið feykilega gott starf á þessu sviði.

Erlendis má finna sérstakar geðdeildir fyrir aldraða og heilsugæsluþjónustu fyrir aldraða með geðræn vandamál. Miðað við stöðuna í Noregi ættu tvær slíkar stofnanir að vera hér á landi. Nú er hins vegar engin sérstök öldrunargeðdeild starfrækt á Íslandi. Á Landsspítala-Landakoti væri hægt að búa til sérstaka öldrunargeðdeild án mikils kostnaðar þar sem margt fagfólk starfar nú þegar.

Sjálfsvíg meðal eldri borgara
Mikilvægt er að skoða tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna meðal eldri borgara, en að sjálfsögðu ber að nálgast slíkt af mikilli varúð og nærgætni. Sjálfsvíg meðal eldri borgara hafa lengi verið feimnismál hér á landi eins og víða annars staðar. Sumir telja að sjálfsvígstíðni meðal aldraða sé hærri en opinberar tölur segja til um. Víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, er sjálfmorðstíðni hæst á meðal karlmanna sem eru eldri en 85 ára. Það er því nauðsynlegt að meta umfang þessa vanda til að geta brugðist við honum og spornað gegn þessari vá. Lykilatriðið er að greina vandamálið svo að hægt sé að bregðast rétt við því.

Í ljósi mikillar notkunar á geð- og þunglyndislyfjum er nauðsynlegt að bregðast við þunglyndi með öllum tiltækum leiðum. Tilhneigingin hefur verið að leysa þennan vanda meðal eldri borgara með lyfjagjöf í stað annarrar meðferðar. Það þarf einnig að huga að annars konar meðferð samhliða lyfjameðferð eða í stað hennar, t.d. með því að auka félagslega ráðgjöf og auðvelda heimsóknir til öldrunarlækna og sálfræðinga á heilsugæslustöðvum. Sömuleiðis getur aukin hreyfing og aðstaða til hreyfingar verið skynsamleg leið til að sporna gegn þunglyndi. Mikilvægt er að tryggja aðkomu ólíkra stétta að þessum vanda og rótum hans sem geta verið svo margslungnar.

Hætta á meiriháttar heilbrigðisvandamáli
Allflestir fagaðilar sem gáfu umsögn með þessu þingmáli voru sammála um að þörf væri á rannsóknum á þunglyndi meðal eldri borgara og fögnuðu tillögunni. Má þar nefna Landlækni, stjórn Samtaka heilbrigðisstétta, Félag eldri borgara, Læknaráð og Öldrunarfræðafélag Íslands.

Eldri borgurum fjölgar sífellt en til ársins 2010 mun landsmönnum 65 ára og eldri fjölga um 11% og landsmönnum 80 ára og eldri fjölga um 29%. Hætt er við að þunglyndi meðal eldri borgara verði að meiri háttar heilbrigðisvandamáli ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Skipun nefndar sem rannsaki þessi mál, eins og þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir, er brýnt verkefni og ætti að hrinda í framkvæmd sem fyrst. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki á ekki vera eðlilegur fylgifiskur efri áranna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand