Valdið er hjá fólkinu

Valdið er hjá fólkinu. Og þegar fólkið vill breytingar þá stendur ekkert á móti. Engir birtingarsérfræðingar, bakherbergisplottarar eða ímyndarráðgjafar geta hamlað því að vilji fólksins nái fram að ganga. Markviss einkavinavæðing allt kjörtímabilið dugir ekki til. Flokksvæðing ríkis- og einkafjölmiðla hrekkur skammt. Rætinn og ósannfærandi hræðsluáróður er afhjúpaður sem slíkur. Vilji fólksins nær alltaf fram að ganga. Valdið er hjá fólkinu. Og þegar fólkið vill breytingar þá stendur ekkert á móti. Engir birtingarsérfræðingar, bakherbergisplottarar eða ímyndarráðgjafar geta hamlað því að vilji fólksins nái fram að ganga. Markviss einkavinavæðing allt kjörtímabilið dugir ekki til. Flokksvæðing ríkis- og einkafjölmiðla hrekkur skammt. Rætinn og ósannfærandi hræðsluáróður er afhjúpaður sem slíkur. Vilji fólksins nær alltaf fram að ganga.

Við erum valin – Við veljum ekki

Þrátt fyrir að sumir haldi annað þá er verður fólki ekki snúið með ódýrum auglýsingabrellum. Jafnvel einlægur vilji stjórnarandstöðunnar um að fá umboð fólksins dugir ekki til. Kjósendur vita hvenær við erum tilbúin að taka við völdum. Við vorum ekki tilbúin í kosningunum 1999. Núna er annað upp á teningnum. Þrátt fyrir oft á tíðum frekar fálmkennda kosningabaráttu Samfylkingarinnar þá er hún í þann mund að fá umboð kjósenda til að taka við stjórnartaumunum í landinu. Það er einfaldlega tími breytinga. Og til að innleiða þær breytingar þarf flokk nokkurnveginn eins og Samfylkinguna. Hún mun vaxa af verkum sínum fram til ársins 2007 og vonandi mun hún undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sannað getu sína til að fóstra framtíðarsýn þjóðarinnar.

Ofmetinn stjórnmálamaður

Miklar líkur eru til þess að hvernig sem endanleg niðurstaða kosningana verður þá marki þær endalok Davíðs Oddssonar í stjórnmálum. Davíð getur státað af ýmsum metasetningum í pólitík en hefur brugðist bogalistinn undir það síðasta. Maðurinn sem eitt sinn skilaði flokk sínum metstuðningi í kosningum er nú að draga þennan sama flokk niður í að skrapa nýjan botn. Óvinsældir hans sem forsætisráðherra eru orðnar slíkar að flokkurinn nær varla fastafylgi sínu í könnunum. Orðræða Davíðs og hans helstu ráðgjafa hefur þróast út í ómálefnalegan fúkyrðaflaum sem erfitt er fyrir almenna sjálfstæðismenn að taka undir. Hinn þögli meirihluti, sem veitti Davíð þessa öflugu kosingu á landsfundinum mun kippa honum jafn skjótt burt og taka upp skynsamlegri stefnu hvað varðar t.d Evrópu og aðskilnað atvinnulífs og stjórnvalda. Maðurinn sem eitt sinn gaf flokknum forskot hefur undir það síðasta bundið á hann múl. En um þetta sjá þeir sjálfir.

Við kjósum konu

Ekki vegna þess að hún sé kona heldur vegna þess að hún er þessi kona. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sá leiðtogi sem mun leiða okkur inn í framtíðina. Hún mun ekki mismuna fólki eftir stjórnmálaskoðunum þeirra. Hún mun ekki hygla einstaka fyrirtækjum og hefna sín á öðrum. Hún mun ekki vekja athygli lögreglu eða skattayfirvalda á því óformlega þegar að henni líkar ekki eitthvað í fari manna. Hún mun stjórna af réttsýni, fórnfýsi og hógværð. Hún mun þjóna okkur borgurunum en ekki öfugt. Og síðast en ekki síst mun hún tala við þjóð sína af þeirri virðingu sem henni sæmir.

X-S kæru vinir!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand