Úr vörn í sókn á Íslandi

Umrót og alvarleg staða í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur kallað á alla athygli stjórnvalda, fjölmiðla og þjóðarinnar allt frá hruni bankanna.

Umrót og alvarleg staða í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur kallað á alla athygli stjórnvalda, fjölmiðla og þjóðarinnar allt frá hruni bankanna. Það var þó miklu fleira sem hrundi með bönkunum. Traust og tiltrú á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins hrundi með. Á haustmánuðum hefur mörgu miðað betur en spáð hafði verið í að vinna gegn atvinnuleysi, endurreisa bankakerfið og ná böndum á ríkisfjármál. Í þeim pólitísku átökum sem þessi verkefni hafa kallað fram gleymist oft að samstaða hefur þrátt fyrir allt verið um ýmis lykilatriði.
Allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Allt annað í endurreisninni (aðgangur að erlendu lánsfé og þar með framkvæmdir og fjárfesting), vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) ofl. ofl. hangir á þessu. Mér finnst algert ábyrgðarleysi af stjórnarandstöðunni að þvælast fyrir málinu. Það væri feigðarflan að ætla sé að aðra tafsama samningalotu. Það er margt erfitt og skítt – og það er ekki fyrir fólk sem hræðist óvinsælar ákvarðanir að vinna að því að loka fjárlagahallanum. Það er hins vegar forsenda vaxtalækkunar og ég held að það sé samstaða um að það sé forgangsverkefni. Það er enginn hrifinn af skattahækkunum, frekar en efnhagshruninu sem er ástæða þeirra – eða efnahagsstefnunni sem kom okkur í þessa þröngu stöðu – eða hvað. Frestur á erfiðum ákvörðunum eykur fyrst og fremst vaxtakostnaðinn og mín skoðun er sú að okkar kynslóð verður að hreinsa til – en ekki ýta þessum vanda yfir á börnin okkar. Það er engin tilviljun að allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Margt í endurreisninni hangir á því að þeir takist, svo sem aðgangur að erlendu lánsfé (og þar með framkvæmdir og fjárfesting), skapleg vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) og þannig mætti áfram telja. Það væri að mínu mati feigðarflan að ætla okkur í aðra tafsama samningalotu fyrir óljósan eða engan ávinning. Valkosturinn við fyrirliggjandi samninga er fyrst og fremst ávísun á tafir og þar með aukinn vaxtakostnað þjóðarbúsins í dag og til framtíðar. Í Icesave, einsog í rústum fjármála ríkisins þarf sterk bein til að hreinsa til – en það er ekki annað í boði ef ekki á að ýta þeim vanda sem sem við stöndum frammi fyrir yfir á börnin okkar.

Samhliða verkefnum dagsins er þó ekki síður brýnt að leiða fram og kynna kraftmikla sýn á framtíðina og hvernig Ísland snýr vörn í sókn. Það þarf að endurvekja traust á stjórnmálunum, fjármálalífi og stofnunum samfélagsins. Það þarf að skapa trú á framtíðina. Í því efni hefur ungt fólk – ný kynslóð lykilhlutverki að gegna.
Til að kalla fram bestu hugmyndir, sérstöðu og sóknarfæri í hverjum landshluta hefur ríkisstjórnin hleypt af stokkunum Sóknaráætlun fyrir Ísland. Hún verður undirbúin undir forystu heimamanna í öllum landshlutum á fyrstu mánuðum nýs árs. Byggt verður á glöggu stöðumati og aðferðarfræði svokallaðs þjóðfundar en jafnframt tryggð þátttaka hagsmunasamtaka launafólks og atvinnurekenda, fulltrúa allra stjórnmálaflokka, sveitarfélaga, fyrirtækjarekenda og háskólasamfélagsins. Síðast en ekki síst verður ungt fólk kallað til umræðu og verka einsog von er þegar framtíðin er annars vegar.
Vinna við framtíðarsýn fyrir samfélag framtíðarinnar er nú mikilvægari en nokkurn tímann fyrr. Við eigum öll sameiginlega hagsmuni í því að öflug og samhent atvinnu-, þjónustu- og búsetusvæði nái viðspyrnu hringinn í kringum landið. Þannig náum við að byggja upp eftir þau erfiðu áföll sem við höfum orðið fyrir. Og það munum við gera. Árið sem framundan er – 2010 – er það ár sem efnahagslægðin nær botni með þeim óumdeilanlegu erfiðleikum sem það hefur í för með sér. Ef við höldum rétt á spilunum verður það þó líka árið tókst að ná varanlegri viðspyrnu. Um það eigum við öll að standa saman.

Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand