Börn í grunnskólum Garðabæjar myndu spara 29 krónur á hverja máltíð, með því að borða í IKEA frekar en að kaupa mat í skólanum. Það vill nefnilega þannig til að börn í grunnskólum í Garðabæ borga 428 krónur fyrir hverja máltíð (séu þau í mataráskrift), en borga 500 krónur fyrir staka máltíð (séu þau ekki í mataráskrift).Börn í grunnskólum Garðabæjar myndu spara 29 krónur á hverja máltíð, með því að borða í IKEA frekar en að kaupa mat í skólanum. Það vill nefnilega þannig til að börn í grunnskólum í Garðabæ borga 428 krónur fyrir hverja máltíð (séu þau í mataráskrift), en borga 500 krónur fyrir staka máltíð (séu þau ekki í mataráskrift).
Garðabær kaupir þjónustu af fyrirtækinu Skólamatur ehf., en það fyrirtæki þjónustar einnig Kópavogsbæ. Í Kópavogi kostar maturinn samt sem áður 280 krónur, sem er 148 krónum ódýrara en í Garðabæ.
Samanburður á milli Hafnarfjarðar og Garðabæar er líka algengur, þar sem að tvær andstæðar fylkingar (félagshyggjan og frjálshyggjan) eru einar í meirihlutastjórn í sitthvoru sveitarfélaginu. Jafnaðarmennirnir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggja meiri áherslu á að veita þá þjónustu sem þarf, og fullnýta í staðin útsvarsheimildina (13.28%). Á meðan hafa Garðbæingar hærra verð á máltíðum í grunnskólum en þekkist í nágrannasveitafélögunum til þess eins að geta státað sér af 12,46% útsvari.
Þetta er ekki eini kostnaðurinn sem barnafjölskyldur í Garðabæ þurfa að bera, í stað fyrir 12,46% útsvar. Sem dæmi má taka að ódýrara er að vera með barn í heilsdagsskóla í Hafnarfirðir en í Garðabæ og að niðurgreiðslur vegna íþrótta- og tómstundaiðkunnar til hafnfirskra barna eru mun hærri en niðurgreiðslur/styrkir til barna í Garðabæ.
Garðbæingar eru því augljóslega að borga fyrir það að geta haft útsvarið einungis 12,46%.
Grein er skrifuð af formanni UJH og ritstjóra Pólitík.is.