jafnréttismál, þar sem það eru eingöngu konur sem geta lent í þessum hremmingum. Því miður geta karlmenn ekki gengið með börnin, enn sem komið er. Það þarf að vernda rétt þungaðra kvenna til að geta haft í sig og á, á meðan þær ganga í gegnum þetta 9 mánaða tímabil. Atvinnuleysisbætur duga skammt. Með breytingunum sem áttu sér stað árið 2000 þá var verndun þungaðra kvenna færð frá þeim og í stað nýtur atvinnurekandinn verndar með þessum lögum. Vegna nýliðinnar reynslu minnar, komst ég að því að margir í íslensku samfélagi trúa því að það væri ólöglegt segja upp barnshafandi konum. Að mínu mati er enn helmingur þjóðarinnar sem hefur ekki hugmynd um að þetta hafi verið fellt úr lögum.
Misskilningur
Þegar mér var sagt upp þá reyndi ég að afla mér upplýsinga um hver mín réttarstaða væri. Ef maður skoðar heimasíður eins og doktor.is, ljosmodir.is o.fl. þá sér maður að þar er vísað í lög nr. 57/1987 þar sem segir að það sé óheimilt að segja upp þunguðum konum. Þessi lög eru fallin úr gildi. Við tóku lög nr. 95/2000. Breytingin sem hefur orðið þar er að eingöngu er óheimilt að segja upp þungaðri konu vegna þungunnar hennar.
Vinnuveitendum er því veitt ákveðið svigrúm til að segja þungaðri konu upp. Ef þunguð kona missir vinnu sína, er nánast undantekningartilvik að hún fái vinnu fram að fæðingarorlofi. Þær missa sitt atvinnufrelsi.
Réttur barnshafandi kvenna
Það er skiljanlegt ef uppsögnin er vegna fjárhagsörðuleika fyrirtækis. En ef vinnuveitandi hefur ráðrúm til að halda fastráðinni þungaðri konu áfram í nokkra mánuði, þá finnst mér það vera skylda þess fyrirtækis. Eins finnst mér það vera svívirða fyrir opiniberar stofnanir, að koma þannig fram við barnshafandi konur. Ríkinu ber skylda til að sína gott fordæmi gagnvart þegnum sínum. Það vill enginn vera atvinnulaus, meðan hann getur unnið. Því er alveg ömurlegt að standa frammi fyrir því að geta hvergi unnið vegna þess að maður tekur ,,áhættu” á að fjölga sér.
Þetta er jafnréttismál, þar sem það eru eingöngu konur sem geta lent í þessum hremmingum. Því miður geta karlmenn ekki gengið með börnin, enn sem komið er. Það þarf að vernda rétt þungaðra kvenna til að geta haft í sig og á, á meðan þær ganga í gegnum þetta 9 mánaða tímabil. Atvinnuleysisbætur duga skammt. Með breytingunum sem áttu sér stað árið 2000 þá var verndun þungaðra kvenna færð frá þeim og í stað nýtur atvinnurekandinn verndar með þessum lögum.