Upplýst umræða um fjárlög

Umræður

Þó svo að fyrstu fjárlög fyrstu vinstristjórnarinnar séu ekki gerð við auðveldar aðstæður má þó sjá ýmislegt jákvætt. Forgangsraðað er í þágu velferðar. Upplýst umræða sem einkennist ekki af upphrópunum mun skila góðum fjárlögum. Það er því þörf á því að stuðlað sé að upplýstri umræðu.

UmræðurFyrstu fjárlög fyrstu vinstristjórnarinnar eru ekki gerð við auðveldar aðstæður. Ýmislegt jákvætt má sjá í þeim. Aðallega að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn koma ekki að gerð þeirra og þannig tryggt að forgangsraðað verður í þágu velferðar. Í fjárlögunum þarf að loka 50 milljarða gati ef miðað er við seinustu fjárlög. Helming á að gera með skattahækkunum og helming með niðurskurði.

Brjálæðislegar skattahækkanir
Formaður Sjálfsæðisflokksins talar um að fyrirhugaðar skattahækkanir séu brjálæðislegar. Grímur Atlason afgreiðir upphrópanir hans ágætlega:
„Brjálæðislegar tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru þessar:
Þeir sem eru með 150.000 kr. í mánaðalaun borga 1.650 kr. minna.
Þeir sem eru með 300.000 kr. í mánaðarlaun borga 800 kr. minna.
Þeir sem eru með 400.000 kr. í mánaðarlaun borga 3.100 kr. meira.
Þeir sem eru með 600.000 kr. í mánaðarlaun þýða 16.900 kr. meira.
Þeir sem eru með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borga 32.500 kr. meira.
Hvað er brjálæðislegt við þetta? Við hverju bjuggust Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson þegar þeir vöknuðu upp eftir góðærisrallið? Að hagstjórnarmistök þeirra síðustu 18 árin yrðu leyst með því að loka augunum eða detta í það aftur? Á mesta góðæristoppnum dældi ríkisstjórnin eldsneyti á bálið með skattalækkunum og framkvæmdaæði. Það voru stórfelld mistök sem bættust á langan lista mistaka þeirra manna sem núna gala hæst.“

Góður niðurskurður
Í niðurskurðinum gefast tækifæri til þess að taka á óþarfa útgjöldum ríkissjóðs sem bólgnaði út í góðærinu. Útgjöldin fóru ekki á þá staði sem mest var þörf fyrir og það er þörf á tiltekt. Hin raunverulega barátta við báknið hefst í tíð fyrstu alvöru vinstri stjórnarinnar.

Leggja á niður Varnarmálastofnun. Sameina á verkefni á vegum Tryggingarstofnunar, Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlits. Gera á verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu skýrari og sameining stofnana er yfirvofandi. Sama er upp á teningnum í Umhverfis-, Samgöngu-, Dómsmála-, Sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðaneytinu. Búið er að ákveða að sameina héraðsdómstóla og skattstofur, og Keflavíkurflugvöll og Flugstoðir.

Vonandi verður umræðan um fjárlögin vitræn hjá meirihluta þjóðarinnar. Upplýst umræða sem einkennist ekki af upphrópunum mun skila góðum fjárlögum. Stuðlum að upplýstri umræðu. Hér er hægt er að nálgast góða reiknivél hér sem reiknar út ávinning ríkissjóðs af mismunandi fyrirkomulagi skatta. Hér má skrá sig í hóp rúmlega 9.000 manna á Facebook sem ætla að bjarga Neyðarmóttöku vegna nauðgana.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand