Kæru ungu jafnaðarmenn
Góður árangur ungra jafnaðarmanna í kosningunum
Laugardaginn fyrir rúmri viku voru sveitarstjórnarkosningar og að þeim loknum settust 29 fulltrúar Samfylkingarinnar í sveitarstjórnir hér og þar um landið. Af þeim eru 4 glæsilegir fulltrúar ungra jafnaðarmanna og óskum við þeim sérstaklega til hamingju. Þar af eru tveir ungir jafnaðarmenn sem leiddu lista Samfylkingarinnar, annarsvegar á Seltjarnarnesi, þar sem Guðmundur Ari er nýr oddviti Samfylkingarinnar og Bjartur Aðalbjörnsson sem leiddi lista Samfylkingarinnar til glæsts sigurs á Vopnafirði, í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram sérstakan lista þar.
Þá voru ungir jafnaðarmenn víða í lykilstöðum bak við tjöldin, kosningastjórar, aðstoðarmenn og úthringistjórar. Þar að auki sitja ungir jafnaðarmenn í stöðu ritara flokksins og formanns framkvæmdastjórnar.
Kosningabaráttan í Reykjavík einkenndist alveg sérstaklega af virkri þátttöku ungs fólks, og hafði eldra fólk í flokknum orð á því að kraftmeiri stemmingu hefðu þau ekki séð í flokknum. Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna heimsótti síðan öll Samfylkingarframboð landsins í kosningabaráttunni að tveimur undanskildum.
Verið með
Árangur og mikil virkni ungra jafnaðarmanna í kosningunum byggir á virku starfi okkar allt árið um kring. Við hvetjum allt ungt fólk í flokknum til að taka virkan þátt í starfi Ungra jafnaðarmanna. Endilega fylgist með Facebook síðu UJ hér: https://www.facebook.com/ungjofn/ og gangið í umræðuhóp ungra jafnaðarmann hér: https://www.facebook.com/groups/409603409105385/
Inn á síðuna og grúbbuna deilum við öllum okkar viðburðum og virkni og vonandi sjáumst við sem flest í starfinu sem verður í rólegum sumargír næstu vikur, en fer svo á fullt í haust, með málefnastarfi og landsþingi þar sem kosið verður í stjórn hreyfingarinnar.
Með bestu jafnaðarkveðjum,
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, formaður Ungra jafnaðarmanna
Aron Leví Beck, formaður Hallveigar, UJ í Reykjavík