Ungir jafnaðarmenn og persónuvernd

Dagana 13. og 14. nóvember var landsþing Ungra jafnaðarmanna haldið í sjötta sinn og tókst það ákaflega vel að mínu mati. Á haustdögum voru settar á laggirnar nefndir til að vinna að málefnavinnu og tók ég þátt í þeirri vinnu. Ég var fenginn til að skoða sérstaklega svið persónuverndar innan innanríkisnefndar, en svið hennar sem helst var til skoðunar var á sviði stjórnskipunar, réttarfars og refsiréttar. Dagana 13. og 14. nóvember var landsþing Ungra jafnaðarmanna haldið í sjötta sinn og tókst það ákaflega vel að mínu mati. Á haustdögum voru settar á laggirnar nefndir til að vinna að málefnavinnu og tók ég þátt í þeirri vinnu. Ég var fenginn til að skoða sérstaklega svið persónuverndar innan innanríkisnefndar, en svið hennar sem helst var til skoðunar var á sviði stjórnskipunar, réttarfars og refsiréttar.

Hjá ungu félagi, eins og UJ er margt enn í mótun. Á þinginu lágu fyrir breytingartillögur á lögum félagsins um starf málefnanefnda, sem fyrir vikið ættu að verða mun virkari innan starfsins hjá UJ en verið hefur. Þetta kemur ekki beint við efni greinarinnar, sem er starf nefndarinnar á sviði persónuverndar, en skýrir það, að með þeirri vinnu sem unnin hefur verið hefur verið lögð viss lína í þessum málum, sem verður notuð í áframhaldandi vinnu nefndarinnar í vetur.

Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu – símhleranir lögreglu, útdráttur úr niðurstöðu nefndar, samþykkt á landsþingi.

Afstaða gagnvart fyrirfram fengnum dómsúrskurði.
Um símhleranir er fjallað í 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála. Heimildir lögreglu til að ganga í upplýsingar skv. b-lið 86. gr., sem breytt var með 6. gr. laga nr. 86 frá 2004, eru víðtækar, en þar eru felldar undir ,,upplýsingar hjá síma- eða fjarskiptafyrirtækjum um símtöl eða fjarskipti við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki”. Ef samþykki umráðamanns tækisins liggur fyrir þarf ekki dómsúrskurð, skv. 2. málsl. 1.mgr. 87. gr. að því er nefndan b-lið varðar. Þykir þetta ekki tryggja réttarvernd hins almenna borgara nægjanlega og þykir Ungum jafnaðarmönnum þessu undantekningarákvæði ofaukið með hliðsjón af grundvallarreglu íslenskrar stjórnskipunar um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

Ungir Jafnaðarmenn telja friðhelgi einkalífs til mikilvægustu mannréttinda sem einstaklingur getur átt rétt til. Eiga þessi réttindi að njóta ríkrar verndar og hefur stjórnarskrárgjafinn þegar tekið af skarið um það, með því að veita þessum réttindum þann sess sem þau skipa innan stjórnarskrárinnar í dag. Hlerun símtækja eða öflun upplýsinga hjá síma- eða fjarskiptafyrirtækjum um símtöl eða fjarskipti við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki er , alla vega miðað við fréttaflutning af þeim málum, tiltölulega auðveld aðgerð en oftast notar hinn almenni borgari símtæki til persónulegra nota. Inn á svið einkalífs fólks á ekki að vera unnt að ryðjast nema brýna nauðsyn beri til. Telja Ungir Jafnaðarmenn því að dómsúrskurður verði alltaf að vera skilyrði þess að einkasímar fólks verði hleraðir í þágu rannsóknar. Þannig meti dómstólar hvort brýna nauðsyn beri til þess að heimila hlerun við rannsókn og vegna sjálfstæðis dómstóla, sem dregið er af V. kafla stjórnarskrárinnar og áskilnaður um að dómendur dæmi einungis eftir lögum, sbr. 61. gr. hennar, sé þessum ákvörðunum best skipað hjá þeim, en ekki framkvæmdarvaldinu, enda opnar slík heimild á möguleika til misnotkunar. Með því að láta dómstóla meta hvort brýna nauðsyn beri til verði komið í veg fyrir að tortryggni gagnvart ríkisvaldinu vegna slíkrar opnunar vakni.

Afstaða gagnvart ákvæðum er skerða eiga friðhelgi einkalífs m.a. með hlerun símtækja.
Ákvæði er í lögum sem skylda fjarskiptafyrirtæki til að tryggja ,,þar til bærum yfirvöldum” aðgang að búnaði til hlerunar (sbr. 6. mgr. 6. gr. laga nr. 81/2003, sbr. 2. gr. laga nr. 81/2005), en hvergi virðist koma fram hvaða yfirvöld það séu, í það minnsta ekki í greinargerð með frumvarpinu er bætti ákvæðinu inn í fjarskiptalögin. Stórt spurningarmerki verður að gera við slíkt ákvæði, þar sem það varðar skerðingu á mannréttindum eins mikilvægum og um ræðir. Ákvæði sem þetta þurfa að vera mun nákvæmari og er það stefna Ungra Jafnaðarmanna í þessum málum að réttindi sem teljast til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu verði tryggð með mun skýrari hætti en í nefndu ákvæði fjarskiptalaga.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand