Hrunadans í boði Flokksins?

Það þekkist víða, jafnvel á bestu bæjum, að menn reyni í lengstu lög að draga dul á hvað fyrir þeim vakir. Skyldi það eiga við um stefnu Sjálfstæðisflokksins í menntamálum? Það þekkist víða, jafnvel á bestu bæjum, að menn reyni í lengstu lög að draga dul á hvað fyrir þeim vakir. Skyldi það eiga við um stefnu Sjálfstæðisflokksins í menntamálum?

Í haust afréð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að leggja niður Listdansskóla Íslands í núverandi mynd. Nemar hafa leikið listir sínar í anddyri ráðuneytisins í þeirri veiku von að ráðherra sæi aumur á þeim en allt kemur fyrir ekki.

Á leikskólunum er allt í voli vegna þess að kennarar hafa ekki haldist við á lúsarlaunum í allri þenslunni heldur róið á önnur mið. Sveitarfélög kvarta sáran, segja að ríkið hafi ýtt til þeirra málefnum leikskólanna án þess að tryggja þeim nægilega tekjustofna til rekstrarins. Á meðan þurfa foreldrar jafnvel að skrópa í vinnunni til að geta gætt bús og barna.

Í framhaldsskólunum er allt í háalofti vegna þess að Þorgerður Katrín vill stytta nám þar úr fjórum árum í þrjú. Ekki má heyra minnst á að stytta frekar grunnskólann um eitt ár þó að slakinn sé meiri þar. Varla er ástæðan sú að laun kennara eru hærri í framhaldsskólum en grunnskólum?! Nei, hvernig læt ég …

Samkvæmt úttekt Samtaka evrópskra háskóla (European University Association) fær einn opinber háskóli í álfunni lægri fjárframlög en Háskóli Íslands – hvorki fleiri né færri. Á sama tíma innheimta einkareknu skólarnir há skólagjöld og njóta í ofanálag veglegra ríkisstyrkja. Ekki er stefnan sú að neyða HÍ til að fara fram á skólagjöld?! Er kannski eitt af óhreinu börnunum hennar Evu fundið?

En það er sama hvað á gengur: Aldrei kannast Þorgerður Katrín við að menntastefna Flokksins feli í sér nokkurn niðurskurð, mismunun eða ranglæti. Hvar er ráðherra eiginlega staddur? Á grímudansleik?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið