Falskur forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir (t.v.) og Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson (t.h.)

Í grein sem birtist á erlendri vefsíðu í dag varar Katrín Jakobsdóttir við því að ríki heims skerði réttindi hælisleitenda og flóttafólks. Þetta skrifar Katrín á vef Progressive International, eins konar alþjóðlegrar hreyfingar vinstrisinnaðra leiðtoga.

Sama dag og greinin birtist kemur dómsmálaráðherra fram í sjónvarpsfréttum og ver frumvarp ríkisstjórnarinnar sem gerir nákvæmlega það sem Katrín varar við í grein sinni; það skerðir réttindi hælisleitenda og flóttafólks.

Í fréttatímanum í kvöld sagði talskona Rauða krossins að frumvarp ríkisstjórnarinnar myndi afnema heimild íslenskra stjórnvalda til að taka til efnismeðferðar mál fólks sem nýtur verndar í ríkjum eins og Grikklandi og Ungverjalandi. Ríkjum þar sem flóttafólk nýtur engra tækifæra til menntunar og takmarkaðs aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Ekki einu sinni alvarlega veik börn í þessari stöðu ættu von á vernd á Íslandi.

Á meðan Katrín talar fyrir mannúðarstefnu í málefnum flóttafólks á alþjóðlegum vettvangi, ræðst hún að réttindum þess í ríkisstjórn á Íslandi. Væntanlega til að þóknast Sjálfstæðisflokknum. Fólk hefur verið kallað falskt af minna tilefni.

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, varaforseti Ungra jafnaðarmanna.

Deila

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur