Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni

Ungir jafnaðarmenn mótmæla harðlega nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Samkvæmt þeim lækkar framfærsla íslenskra námsmanna erlendis um allt að 20%.

Jákvæð áhrif þess á íslenskt samfélag að ungt fólk sæki háskóla erlendis verða ekki metin til fjár. Því sætir það furðu að stefna ríkisstjórnarinnar sé að takmarka tækifæri fólks til menntunar erlendis. Vilji ríkisstjórnin sækja unga fólkið heim ætti hún að einbeita sér að því að skapa spennandi tækifæri fyrir okkur hér á landi, í stað þess að gera okkur ómögulegt að sækja háskólanám erlendis.

Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að ríkisstjórnin hverfi af braut takmarkana í menntakerfinu og stefni frekar í átt að bættum tækifærum.

Deila

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur