Ungir frambjóðendur í Kraganum

Inga Björk 3. sæti

Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?

Að vinna að mannréttindum, t.d. réttindum fatlaðs fólks, flóttafólks, hinsegin fólks, að skaðaminnkandi nálgun í málefnum vímuefnaneytenda, loftslagsmálum og bættu aðgengi að allri heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálst. 

Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

Vegna þess að jafnaðarstefnan hefur sýnt sig sem besta mögulega tólið til þess að byggja sterkt og öflugt velferðarsamfélag. Í Samfylkingunni mætast vinstri menn, með ólíkan bakgrunn, af öllu landinu, af öllum aldri, með þá sameiginlegu hugsjón að bæta samfélagið og vinna gegn sérhagsmunum.

Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?

Já, á þýskum eðalvagni!

Guðmundur Ari 4. sæti

Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?

Mínar helstu áherslur á Alþingi munu snúast um málefni ungs fólks og loftslagsmál. Verkefnið framundan er að ná böndum á útblástur Co2 og auka bindingu þess svo að komandi kynslóðir muni geta búið við sama stöðuga lífhvolf og hefur ríkt á jörðinni síðastliðin 10.000 ár. Samhliða þessu mun ég beita mér fyrir styrkingu menntakerfisins, öflugum grænum samgöngum og eflingu forvarna og geðheilbrigðisþjónustu ungs fólks.

Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

Ég gekk til liðs við Samfylkinguna því ég tel að grunnstefna flokksins um öflugt atvinnulíf sem tryggir öflugt velferðarsamfélag og jöfn tækifæri fólks óháð því hverja manna það er sé sú stefna sem stuðli að bestu samfélagum heims. Aukið jafnrétti kynja og aukinn jöfnuður í heiminum er lykillinn að farsæld mannkynsins.

Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?

Held ekki.

Sólveig Skaftadóttir 5. sæti

Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?

Loftslagsmálin finnst mér vera mikilvægasta málefnið og forsenda þess að við getum haldið áfram að lifa góðu lífi á þessari jörð og unnið að jöfnum tækifærum fyrir öll.

Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

Ég hef verið skráð í Samfylkinguna frá upphafi og man ekkert hvernig það fór fram en ég varði mörgum stundum í uppvextinum í húsnæði Alþýðubandalagsins í Kópavogi, var tekin með á pólitíska fundi og viðburði og lærði að með þátttöku í stjórnmálum getur maður haft áhrif á samfélagið. 

Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?

Já ég er á litlum sætum Polo. Hlakka samt til þegar Borgarlínan verður komin í gagnið!

Óskar Steinn 6. sæti

Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?

Mín helstu áherslumál eru róttækar aðgerðir í loftslagsmálum, hækkun örorku- og ellilífeyris og mannúðlegri stefna í málefnum flóttafólks.

Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

Ég gekk í Samfylkinguna vegna þess að ég er jafnaðarmaður. Ég vil taka þátt í að byggja upp samfélag jöfnuðar og réttlætis, þar sem gæðum er skipt með sanngjörnum hætti og enginn þarf að líða skort.

Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?

Ég reyni að hjóla og taka strætó eins mikið og ég get, en já, ég er enn á sama Yarisnum og í síðustu kosningum.

Ingibjörg Iða 13. sæti

Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?

Ég er í stuðningssæti í Kraganum en færi ég einhvern tímann á þing fyndist mér mikilvægt að hrinda metnaðarfyllri loftslagsstefnu gegn hamfarahlýnun af stað.

Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

Ég gekk til liðs við Samfylkinguna vegna þess að ég brenn fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu og auk þess tel ég að alþjóðasamstarf sé mikilvægt til að takast á við stærstu áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir – svo sem hamfarahlýnun og misrétti kynjanna.

Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?

Strætó alla leið

Branddís Ásrún 15. sæti

Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?

Á Alþingi eins og á öðrum stöðum vil ég að við sem samfélag veitum öllum okkar fólki viðeigandi aðstoð á réttum forsendum. 

Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

Hef alltaf trúað á jöfnuð og réttlæti og í Samfylkingunni hef ég fundið marga flokksfélaga og vini sem deila sömu gildum. 

Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?

Svo sannarlega! Tók við Skoda Octavia 2006 árgerð frá afa mínum og stefni á að halda honum til 2026. Nema auðvitað borgarlínan komi fyrr, þá legg ég gamla gráa. 

Kolbeinn Arnaldur 18. sæti

What would your top priorities be if you would get elected?

My top priorities would be housing, immigration reform, and services for disabled people. I am an immigrant and have a disability and know how flawed those systems are.

Why did you join Samfylkingin?

I moved to Iceland in 2012 and saw how quickly the country was recovering and was impressed by Samfylkingi’s ambitious plans for the future. Samfó’s push marriage equality and openly lesbian prime minister made me feel welcome as a gay man.

Do you still drive the same car as in the last election?

My husband does and I take the bus.

Hildur Rós 19. sæti

Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?

Númer eitt er það augljósa, heilbrigðiskerfið! Það keyrir ekki mikið lengur á plástri og ég vill að stefna Samfylkingarinnar verði keyrð af stað. Einnig er mikilvægt að tryggja framboð á húsnæði um land allt. Hækka frítekjumark öryrkja og eldriborgara, auk heldur  bæta stuðning við barnafjölskyldur.

Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

Ég gekk til liðs við Samfylkinguna eftir mikla skoðun árið 2016 vegna þess að ég hef trú á stefnunni og fólkinu til þess að stemma stigu við ójöfnuð og vinna hart að jafnrétti. Ég hef trú á því að jafnaðarstefnan geri almenna opinbera þjónustu aðgengilegri fyrir alla þjóðfélagshópa óháð stöðu þeirra í þjóðfélaginu.

Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?

Ég er ekki á sama ljóta bíl og í síðustu kosningum en ljótur er bíllinn þó.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand