Undarleg ummæli utanríkisráðherra

Ummæli Davíðs Oddsson í DV í dag gefa hins vegar til kynna hann sé ekki á sömu blaðsíðu og aðrir Íslendingar sem tjáð sig hafa um þetta mál. Þar segir hann að þær formlegu leiðir sem utanríkisráðuneytinu séu færar hafi verið fullreyndar í tíð forvera hans, Halldórs Ásgrímssonar. Þetta höfum við heyrt áður – en í kjölfar Fischer-málsins er reyndar orðið erfiðara að taka á mark á þessu. Síðan koma þessi ótrúlegu ummæli þar sem Davíð segir að hann telji fullvíst að Aron Pálmi hefði verið færður fyrir dóm ef þetta mál hefði komið upp hér landi. Þetta meinta kynferðisbrot sem margir hér hafa talið meira í ætt við óvitaskap en nokkuð annað framdi Aron Pálmi þegar hann var aðeins ellefu ára gamalt barn. Það er auðvitað algjör fjarstæða sem Davíð segir að Aron hefði hlotið dóm fyrir slíkt í íslensku réttarkerfi enda eru börn ekki talin sakhæf hér fyrr en við fimmtán ára aldur. Í DV í dag er birt viðtal við Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna máls Arons Pálma Ágústssonar, íslensks drengs sem hlaut 10 ára dóm í Texas-ríki í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot sem hann ku hafa framið 11 ára gamall. Aron Pálmi sat sjö ár í fangelsi Í Texas en er nú í stofufangelsi og er með staðsetningartæki fest við fótlegginn á sér og má ekki yfirgefa húsið þar sem hann býr.

Bæði íslenskir fjölmiðlar og Ágúst Ólafur hafa reynt að halda málinu lifandi
Íslensk stjórnvöld og fleiri aðilar hér á landi hafa um hríð verið að reyna að liðka fyrir því að Aron Pálmi gæti fengið að koma til Íslands af mannúðarástæðum. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingsmaður Samfylkingarinnar, tók mál Arons Pálma upp á Alþingi og hefur æ síðan unnið ötullega að því að mál hans falli ekki í gleymskunnar dá.

Skortur á vilja?
Ummæli Davíðs Oddssonar í DV í dag gefa hins vegar til kynna hann sé ekki á sömu blaðsíðu og aðrir Íslendingar sem tjáð sig hafa um þetta mál. Þar segir hann að þær formlegu leiðir sem utanríkisráðuneytinu séu færar hafi verið fullreyndar í tíð forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar. Þetta höfum við heyrt áður – en í kjölfar Fischer-málsins er reyndar orðið erfiðara að taka á mark á þessu. Síðan koma þessi ótrúlegu ummæli þar sem Davíð segir að hann telji fullvíst að Aron Pálmi hefði verið færður fyrir dóm ef þetta mál hefði komið upp hér landi. Þetta meinta kynferðisbrot sem margir hér hafa talið meira í ætt við óvitaskap en nokkuð annað framdi Aron Pálmi þegar hann var aðeins ellefu ára gamalt barn. Það er auðvitað algjör fjarstæða sem Davíð segir að Aron hefði hlotið dóm fyrir slíkt í íslensku réttarkerfi enda eru börn ekki talin sakhæf hér fyrr en við fimmtán ára aldur.

Börn dæmd í 10 ára fangelsi og svipt æskunni. Rétt eða rangt?
Þessi ummæli geta ekki fengið mann til annars en að efast um einlægni Davíðs í málinu. Hann annaðhvort ber ekki sama skynbragð og aðrir Íslendingar á hvað eru grimmar og óeðlilegar refsingar eða þá að hann hefur ekki hirt um að kynna sér mál Arons Pálma. Hvort tveggja er út af fyrir sig nægilegt til að vekja vafa um hæfi Davíðs Oddssonar til að gegna þessu mikilvæga ráðherraembætti fyrir hönd Íslendinga. Hann hefur þegar sýnt að hann á meira skylt með George W. Bush, Bandaríkjaforseta, heldur en þorra íslensku þjóðarinnar þegar kemur að réttlætingum á stríðsrekstri og nú virðast þessi ummæli sýna að fleira sé líkt með skyldum, þeim Davíð og Bush, í siðferðismálum.

Davíð verður að skýra þessi ummæli sín nánar- ellegar leiðrétta þau, hafi þau verið mismæli!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand