Umsögn UJ: Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar

Ungir Jafnaðarmenn fagna þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar.

Umsögn UJ vegna þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar:

Ungir Jafnaðarmenn fagna þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar. Búið er að leita sátta í þessu mikilvæga máli, nú er komið að vatnaskilum og teljum við það vera réttlætismál að þjóðin fái að kjósa um framtíð fiskveiðistjórnunar. Brýnir hagsmunir eru í húfi fyrir efnahag þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að halda úti fiskveiðum og nýtingu um landið. Fiskveiðar eru öflugt tæki í byggðastefnu stjórnvalda og vinna á fiskinn þar sem þekkingin er til staðar.

Kvótakerfið í núverandi mynd með framsali kvóta hefur haft neikvæð áhrif á fiskveiðistjórnun landsins, komið í veg fyrir nýliðun í faginu og veldur því að heilu sveitarfélögin bíða milli vonar og ótta hvort tilteknum einstaklingum hugnast að selja frá því kvótan og þar af leiðandi atvinnuna. Þessu þarf að breyta.

Ungir jafnaðarmenn telja að takmarka skuli framsal á aflaheimildum, auka veiðiskyldu og að endurskoðaðar verði tilfærslur á heimildum milli ára. Með því að stofna auðlindasjóð sem fer með ráðstöfun fiskveiðiréttinda í eigu þjóðarinnar, mun þjóðin sjá arð af rekstri sjóðsins. Skilgreining arðsins má vera tvíþætt; að arðurinn nýtist til rannsókna á vistvænni sjávarútvegi og til atvinnuuppbyggingar.

Samningaleiðin svokallaða virðist ekki eiga hljómgrunn í samfélaginu. Sýnist mörgum að með henni sé verið að festa núverandi kerfi í sessi og að sú leið gangi ekki nógu langt í hvað byggðarsjónarmið og nýliðun í greininni varðar. Aðrir ágallar á þeirri aðferð eru hver reikningagrundvöllur auðlindagjalds er og að um minni fyrningu sé að ræða.

Hagsmunaaðilar hafa ekki sýnt svo nokkru nemi að þeir séu reiðubúnir til viðunandi samkomulags um framtíðarfyrirkomulag. Með þjóðaratkvæðagreiðslu má líklega sýna þeim fram á hvar hjarta Íslendinga slær í þessum efnum, því með hag heildarinnar að leiðarljósi er hægt að koma í veg fyrir að núverandi handhafar heimilda geti áfram ógnað atvinnuöryggi í byggðum landsins.

Mikilvægt er að í þjóðaratkvæðagreiðslu verði hugtök og skilgreiningar nægilega skýr og einföld til þess að fólk geti tekið upplýstar ákvarðanir og að niðurstaðan endurspegli raunverulega afstöðu þjóðarinnar. Við leggjum til að aflamarkshlutanum verið haldið sér og að gerður verði greinarmunur á tilfærsluhlutanum og framsalshlutanum. Gert verði grein fyrir þeirri sérstöðu sem útgerðir hafa búað við miðað við aðrar atvinnugreinar og hvernig núverandi lagasetning hefur gefið rými til óeðlilegrar skuldsetningar í greininni. Þar að auki teljum við nauðsynlegt að þjóðin verði vel upplýst áður en að atkvæðagreiðslu kemur um alla útreikninga, sem dæmi á rentu, upp að hvaða marki stefnt er að nýliðun í greininni og hvernig breyta eigi því hvernig aflaheimildir eru bundnar við skip og færðar á milli skipa.

Ungir jafnaðarmenn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand