Umræðu um ESB? Já takk!

,,Er það ekki þá orðið spurning að við þurfum að taka þessa umræðu á næsta stig og leitast við það hvað við myndum fá í gegn í samningarviðræðum um aðild að ESB? Má það ekki gleymast að þetta eru samningarviðræður, og þar getum við samið vel og illa. Undirstrika ég það að við getum nýtt okkur þá samninga sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa gert nú þegar.“ Segir Valgeir Helgi Bergþórsson í grein dagsins. Hvað getum við grætt á því að fara inn í ESB og hvað þurfum við að borga fyrir þessa aðild? Þetta eru spurningar sem eru í huga margra einstaklinga sem vilja fá þessa umræðu á málefnalegt stig. Þetta eru vissulega spurningar sem eru svara verð. Við getum ekki litið frammhjá því að á þessari umræðu er löngu orðin brýn þörf.

Munum við borga með að fullveldi okkar yrði framselt til Brussels. Er þá ekki einn punktur sem gleymist í þessari umræðu að nú þegar eru lög og reglur, frá einmitt Brussel, hátt í 70% af öllu því sem er samþykkt á háttvirtu þingi okkar nú þegar.

Myndum við ekki missa krónuna okkar og stjórn hennar yfir til seðlabankann þeirra, sem væri í leið okkar? En hvernig er það að nú þegar eru mörg af okkar stærri fyrirtækjum að íhuga að gera upp í Evrum fremur en okkar krónu. Sum eru í reynd búinn að færa sig yfir. Þá hlýtur hinum almenna borgara að bera upp þeirri spurningu; Fyrir hverja eru þá þessar stýrivaxtahækkanir? Svarið við þeirri spurningu hlýtur þá að vera almenningur, minni fyrirtæki og ríkið sjálft.

En lítum á einn part, það er ríkið. Á ný samþykktum kosningarfjárlögum er það greinilegt að þessar umtöluðu stýrivaxtahækkanir okkar hafa greinilega engin áhrif á ríkisstjórnina. Getum við ekki þess vegna ályktað að smærri fyrirtæki og almenningur virðist þurfa að borga fyrir eyðlsusemi ríkisins og hina flökktandi krónu. Er þessi greiðsla í formi vinnu og fjárs. Merkur maður fleygði því einu sinni til mín að hann hefði dottið niður á rannsókn sem sagði honum að meðal vísitölufjölskylda væri að borga um eina og hálfa miljón fyrir það að hafa krónuna.

Er það ekki þá orðið spurning að við þurfum að taka þessa umræðu á næsta stig og leitast við það hvað við myndum fá í gegn í samningarviðræðum um aðild að ESB? Má það ekki gleymast að þetta eru samningarviðræður, og þar getum við samið vel og illa. Undirstrika ég það að við getum nýtt okkur þá samninga sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa gert nú þegar. Einnig getur einhver sagt það með 100% vissu að við myndum ekki fá góðan samning og við myndum tapa á þessu, því að við höfum ekki gengið til viðræðna um aðild sem er eina leiðin til að sjá hvort það sé raunin.

Hver er þá niðurstaðan að þessu, jú við þurfum á umræðunni að halda og líka hugsanlega að setjast við samningarborðið til þess að sjá hvað myndum fá. Því segi ég og fleiri – Umræðu um ESB? Já takk!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand