Umræðan um búrkurnar

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, svaraði í síðustu viku spurningu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um afstöðu hans til banns við búrkum.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, svaraði í síðustu viku spurningu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um afstöðu hans til banns við búrkum. Búrkur, eins og þær hafa verið skilgreindar í opinberri umræðu á Vesturlöndum, eru fatnaður sem hylur allan líkama kvenna, þar á meðal andlit þeirra. Umræðan um þennan klæðarburð hefur verið áberandi í Evrópu, sérstaklega í þeim löndum þar sem tortryggni gagvart múslimum hefur aukist undanfarna áratugi.

Sumir þeirra sem hafa tekið þetta mál upp, til að mynda Danski þjóðarflokkurinn í Danmörku, hafa talið ástæðu til þess að banna þennan fatnað vegna þess að hann er táknmynd islamstrúar og í kristnu samfélagi eigi almenningur rétt á því að vera laus við þann áróður sem í klæðarburðinum felst. Einnig felist í kröfunni um bann við búrkum umhyggja fyrir réttindum þeirra kvenna sem kúgaðar eru til að klæðast þessum fötum.

Krafa Danska þjóðarflokksins um bann við búrkum fékk ríkisstjórn Danmerkur til að rannsaka notkun búrkunnar í landinu. Niðurstöður rannsóknarinnar var sú að örfáar konur klæddust þessum fötum og stór hluti þeirra voru danskar konur sem höfðu snúið til islamstrúar á fullorðinsaldri. Ekki er hægt að segja það með vissu hvort einhverjar konur hafi verið neyddar til að klæðast þessum fötum og það er alls kostar óvíst að bann við þessum fatnaði muni breyta nokkru ef rót vandans er kúgun kvennanna heima fyrir.

Vandinn við kröfuna um bann við búrku, eins og hún birtist þessi misserin á Vesturlöndum, er að hún er runnin undan rifjum þjóðernishyggju og óþarfa ótta við hið óþekkta, nánar tiltekið islamstrú. Gagnvart venjulegum múslimum í löndunum birtist þessi umræða sem enn ein órökstudd árás á samfélag þeirra. Í ljósi þess að engin kona á Íslandi klæðist búrku (undirritaður hefur aldrei séð þennan klæðnað á götum úti) er það hugsanlega óþarfi að íhuga bann við henni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand