Takk fyrir helgina kiddós

Stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar tókst frábærlega. Við fengum líka til liðs við okkur „kennara“ sem gerðu dagskrána sjálfkrafa skothelda.

Stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar tókst frábærlega. Við fengum líka til liðs við okkur „kennara“ sem gerðu dagskrána sjálfkrafa skothelda. Við hófum þó skólasetuna á göngu um Alþingishúsið og gaman að fá að sjá nánast konunglega salina. Vissuð þið samt að þingsalurinn sjálfur er pínulítill?

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir hóf kennsluna með því að segja okkur hvernig við komum okkur á framfæri í fjölmiðla og hvað skal gera þegar maður er mættur á staðinn. Verið óhrædd kæru félagar, fólk man ekki eftir því þó þið misstígið ykkur einhvern tíma, það þarf þá alla vega að vera all svakalegt. Aftur á móti man fólk eftir því að þú varst þarna og tengir þig við málaflokkinn sem þú ert að tala fyrir. Það er í lagi að taka áhættu – stelpur, gangið einu skrefi lengra en þið eruð vanar – og strákar, gangið svona hálfu skrefi lengra.  En málið er að – just go for it. Svo er líka gott að semja lag, var það ekki þannig sem Besti flokkurinn vann?

Andrés Jónsson tók við og kortlagði með okkur hverjir gætu kallast spunameistarar flokkana . Hann setti okkur svo í spor spunameistaranna og lagði fyrir okkur nokkur krísuverkefni. Við sem sagt leystum fjölmiðlakrísu og stjórnarkrísu. Ansi gott svona á föstudagseftirmiðdegi.

Magnús Orri Schram hóf leikinn á laugardeginum, kenndi okkur hvað felst í fjárlögum og fór lið fyrir lið í gegnum fjárlögin 2011. Þetta er auðvitað aðal málið. Nú skiljum við þetta. Takk Magnús! Anna Margrét tók við og fór í gegnum umsóknarferlið að Evrópubandalaginu. Síðan fórum við í kaffi og á meðan við gæddum okkur á kleinum og marmaraköku hlustuðum við á Ragnheiði og Ölmu uppistandara reita af sér brandarana. Við tók svo Eysteinn Eyjólfsson sem rifjaði upp sögu jafnaðarstefnunnar. Margrét Björnsdóttir kenndi okkur hvað felst í forystuhlutverki, hvað þarf til og hvað skiptir máli. Margrét Lind Ólafsdóttir sagði okkur frá því hvernig Samfylkingin náði einum manni (reyndar konu) inn í bæjarstjórn á hinu helbláa Seltjarnarnesi. Hún sýndi okkur að með því að hafa áhuga og vilja er allt hægt. Hún gekk inn með eldmóðinn einan og vildi breytingar. Fór svo í kosningabaráttu og situr nú í bæjarstjórn. Við eigum eftir að sjá meira af Margréti í framtíðinni og er gott dæmi um að það er hægt að mæta á staðinn og komast alla leið í stjórnmálum.

Þórunn Sveinbjarnardóttir talaði um auðlindar- og orkumál. Hún minnti okkur líka á að þetta er alþjóðlegur málaflokkur og varla hægt að ræða án þess að setja í alþjóðlegt samhengi. Nýting – bið – verndun. Hvað viljum við sjá fara undir hvaða flokk og hvað erum við tilbúin til að virkja? Mikilvægar spurningar sem við verðum að spyrja okkur að áður en við leggjum af stað – því eins og við vitum – er sumt hreinlega ekki aftur tekið. Árni Páll, sem er svo sannarlega ekki hættur, hleypti okkur í pizzu og drykk, og talaði við okkur á meðan um stjórnmálaumhverfið okkar og benti okkur réttilega á að Samfylkingin er fyrst og fremst umbótaflokkur. Þess vegna kusum við hann muniði og skref fyrir skref eru breytingar að komast á. Það þarf samt að slást við nokkra varðhunda á leiðinni.

Takk kærlega elsku bestu fyrirlesrar, þið voruð öll frábær. Það besta við ykkur er að þið segið hlutina eins og þeir eru. Ómetanlegt. Ég veit meira í dag en í gær. Takk líka kæru þátttakendur fyrir að koma og vera með. Frábær helgi að baki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið