Umhverfismál í Reykjavík

Með aðild að Evrópusambandinu myndi Ísland fá möguleika á því að hafa áhrif á löggjöf sambandsins sem nú þegar snertir okkur í gegn um EES samninginn. Það er kominn tími til að Íslendingar afsali sér fullveldi gamla tímans sem hvergi er til nema í hugum manna. Einbeitum okkur að því sem virkilega skiptir máli og látum til okkar taka á samevrópskum vettvangi þar sem við höfum jöfn tækifæri og aðrar þjóðir að hafa áhrif á umhverfi okkar og eigin lögsögu. Ég er meðal frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram helgina 11. – 12. febrúar næstkomandi. Eitt af því sem ég vil vinna að í borginni eru umhverfismálin og vil að við nýtum betur þá aðferðafræði sem Staðardagskrá 21 býður upp á. Ég hef fundið fyrir mikilli umhverfisvakningu hjá okkur unga fólkinu og vil vera fulltrúi hennar í borgarstjórn.

Staðardagskrá 21 er áætlun fyrir allar sveitarstjórnir í heiminum um hvernig við byggjum upp sjálfbært samfélag.

Sjálfbært samfélag er skilgreint sem samfélag sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Áætlunin er ekki bara um umhverfismál þótt þau eigi þar stóran sess. Segja má að Staðardagskrá 21 sé velferðaráætlun enda tekur hún tillit til efnahagslegra og félagslegra þátta. Eitt aðalatriðið í hugmyndafræðinni sem að baki liggur, er að umhverfismál verði aldrei slitin úr samhengi við önnur mál, heldur beri að skoða áhrif mannsins á umhverfi sitt í víðu samhengi.

Reykjavík samþykkti sína Staðardagskrá 21 í borgarráði þann 6. febrúar 2001 og nú stendur yfir endurskoðun á henni.

Mér finnst mikilvægt að Staðardagskrá 21 fái meira vægi í borgarmálunum. Það má segja að þetta sé stefnumótun borgarinnar og ætti því að horfa á hana samhliða allri annarri ákvörðunartöku í borginni. Staðardagskrá hefur mikil áhrif á skipulagsmálin sem er einn af hornsteinunum í borgarmálunum. Staðardagskrá 21 fjallar líka um uppbyggingu almenningssamgangna, skipulag umferðar og uppbyggingu hverfa.

Með Staðardagskrá 21 göngum við inn í nýja tíma með nýjum aðferðum við samfélagsstjórnun sem við getum nýtt okkur til að aðlagað stjórnsýsluna að breyttum tímum.

Mikilvægt er að borgin nái næsta þroskastigi rafrænnar stjórnsýslu sem felur í sér rafræna málsmeðferð. Rafræn málsmeðferð er mjög umhverfisvæn þar sem pappírskostnaður dregst saman og umstang minnkar. Einnig hefur það sýnt sig að kostnaður stjórnsýslunnar minnkar og þjónusta við íbúa eykst. Rafræn stjórnsýsla hefur líka mikil lýðræðisáhrif þar sem samráð og þátttaka almennings í ákvörðunum eykst.

Ég hvet alla íbúa í Reykjavík að taka þátt í prófkjörinu og taka þannig þátt í mótun borgarinnar.

Helga Rakel er í félagi Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og sækist eftir 5. – 6. sæti á lista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Vefsíða Helgu Rakelar er á www.simnet.is/hr og netfang hr@simnet.is.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand