Baráttan gegn þrælasölu er líka barátta atvinnulífsins

Baráttan gegn þrælasölu er því ekki verkalýðsfélaganna eingöngu. Atvinnurekendur verða að taka höndum saman og fordæma á borði en ekki eingöngu í orði þennan verknað, sem gengur gegn öllu því sem við sem samfélag höfum unnið að. Frelsi er viðhaldið með valddreifingu og jöfnum tækifærum allra til að skara fram úr, en ekki þegar fáar hendur fá í skjóli stærðar sinnar eða með einhversskonar kverkataki á þeim sem minna mega sín, fá að hegða sér eftir eigin hentuleika og dyntum sama hvaða afleiðingar það hefur fyrir aðra. Fátt tel ég að hafi verið atvinnulífinu meira til heilla en stofnun öflugra verkalýðsfélaga. Með tilkomu verkalýðsfélaga má segja að stigið hafi verið fyrsta skrefið að núverandi markaðshagkerfi.

Það má vera að einhverjir nýfrjálshyggjumenn hoppi nú hæð sína af bræði. Staðreyndin er hinsvegar sú að völd þarf að jafna út. Völd hafa oft tilhneigingu til að safnast saman á einn og sama staðinn. Áður en verkalýðsfélaga naut við var valdið í höndum vinnuveitenda, verkamaðurinn var engu frjálsari þótt hann hafi haft frelsið til að semja sjálfur án aðstoðar verkalýðsfélags, á forsendum atvinnurekenda.

Sú sára neyð sem upphaflega sýndi fram á nauðsyn verkalýðsfélaga hefur tekið á sig nýja mynd. Í nafni frelsis hafa sprottið upp starfsmannaleigur sem stunda ekkert annað en nútíma þrælahald. Starfsmannaleigur eru í sjálfum sér ef til vill ekkert óeðlilegar. Til dæmis hefur það tíðkast lengi í t.d. kvikmyndagerð að leigja út starfsfólk til að starfa að ákveðnum verkefnum. Hið sama má segja um vörukynningar, tækjaleigur og atburðastjórnun. Því eru starfsmannaleigur sem slíkar ekki neikvæðar. Þær starfmannleigur sem við heyrum um í fréttum eru ekki starfsmannaleigur heldur er þar um að ræða þrælasölur og ekkert annað. Þræll er ekki alltaf án kaups. Þræll er einstaklingur sem er án réttinda.

Á sama tíma og fyrirtækjaeigendur bölva undirboðum og telja það ekki eðlilegt að önnur fyrirtæki geti undirboðið raunverulegan kostnað og viðmið, sjá þessir aðilar ekkert rangt við að ráða einstaklinga til vinnu á kjörum svo lágum að þau ganga gegn öllu því sem við höfum unnið að því að byggja upp. Hvernig getur heilbrigt markaðsumhverfi skapast ef eingöngu hinir miskunnarlausu hafa raunhæfan möguleika á að ná árangri, eingöngu þeir sem telja það eðlilegt að kaupa fólk af þrælasölum til að strita myrkrana á milli fyrir laun sem ekki duga til að taka þátt í samfélaginu og áframhaldandi uppbyggingar atvinnulífs. Stoð atvinnulífsins er neytendur. Án þess að fólk hafi fjármagn til að neyta og taka þátt í samfélaginu verður ekki vöxtur.

Baráttan gegn þrælasölu er því ekki verkalýðsfélaganna eingöngu. Atvinnurekendur verða að taka höndum saman og fordæma á borði en ekki eingöngu í orði þennan verknað, sem gengur gegn öllu því sem við sem samfélag höfum unnið að. Frelsi er viðhaldið með valddreifingu og jöfnum tækifærum allra til að skara fram úr, en ekki þegar fáar hendur fá í skjóli stærðar sinnar eða með einhversskonar kverkataki á þeim sem minna mega sín, fá að hegða sér eftir eigin hentuleika og dyntum sama hvaða afleiðingar það hefur fyrir aðra.

Stofnun verkalýðsfélaga hefur verið atvinnurekendum meira til góðs heldur en ama og því er það ekki eingöngu ómenntaðs verkafólks að viðhalda og efla verkalýðsfélögin. Það er okkar allra.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand