Um kynbundið ofbeldi

Í janúar hafa Ungir jafnaðarmenn sett málefni kvenna á oddinn. Á dögunum héldu Ungir jafnaðarmenn einstaklega fróðlegan málefnafund þar sem sjónum var beint að kynbundnu ofbeldi. Framsögumenn voru Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og starfsmaður Stígamóta og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar. Fundurinn var einstaklega áhugasamur og vakti gesti mjög til umhugsunar um þennan brotaflokk sem virðist vera gleymdur þegar kemur að lagasetningu um refsiverða háttsemi. Hvergi í íslenskum hegningarlögum er til dæmis vikið að heimilisofbeldi, eða ofbeldi í parsambandi eins og Guðrún vildi kalla það, eða það gert refsivert. Fjölmörk Evrópuríki, þar á meðal öll hin Norðurlöndin, hafa sett ákvæði í löggjöf sína sem lúta sérstaklega að ofbeldi í parsamböndum og gera það refsivert. Í janúar hafa Ungir jafnaðarmenn sett málefni kvenna á oddinn. Á dögunum héldu Ungir jafnaðarmenn einstaklega fróðlegan málefnafund þar sem sjónum var beint að kynbundnu ofbeldi. Framsögumenn voru Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og starfsmaður Stígamóta og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar. Fundurinn var einstaklega áhugasamur og vakti gesti mjög til umhugsunar um þennan brotaflokk sem virðist vera gleymdur þegar kemur að lagasetningu um refsiverða háttsemi. Hvergi í íslenskum hegningarlögum er til dæmis vikið að heimilisofbeldi, eða ofbeldi í parsambandi eins og Guðrún vildi kalla það, eða það gert refsivert. Fjölmörk Evrópuríki, þar á meðal öll hin Norðurlöndin, hafa sett ákvæði í löggjöf sína sem lúta sérstaklega að ofbeldi í parsamböndum og gera það refsivert.

Velta má fyrir sér hvers vegna Ísland hefur ekki fylgt í fótspor þessara ríkja. Athyglisverð könnun hefur verið gerð þar sem tekið er út hvaða ríki hafa sett slík ákvæði inn í löggjöf sína og þar kom fram sú athyglisverða staðreynd að þar sem hægri stjórnir hafa verið við lýði hafa ákvæði tengd kynbundnu ofbeldi ekki verið lögtekin. Þar hafði fjárhagslegum grunni jafnframt verið kippt undan þeim verkefnum sem vinstri stjórnir höfðu sett á laggirnar til þess að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi.

Rök hægri manna hafa lengi verið þau að í lögum séu ákvæði sem geri athafnir þeirra sem beita kynbundu ofbeldi refsivert. Því sé óþarfi að lögfesta sérstaklega ákvæði sem miða að því að gera kynbundið ofbeldi refsivert. Rétt er að ofbeldi, hótanir og aðrar aðferðir sem beitt er við kynbundið ofbeldi eru refsiferðar samkvæmt íslenskum hegningarlögum. En þar með er einungis verið að segja hálfan sannleikann.

Staðreyndin er sú að ákvæði hegningarlaga, sem að stofni til eru frá árinu 1940, þegar engin kona sat á þingi, miðast að miklu leyti við það ofbeldi sem beitt er þegar einn karlmaður ræðst á annan karlmann eða hótar honum. Ákvæði laganna um neyðarvörn er sama marki brennt, heimilar einungis að verjast árás sem er yfirvofandi eða hafin. Árásinni má hins vegar ekki vera lokið og ekki má beita harðari aðferðum en upphaflegur árásarmaður beitir. Dómstólar hafa því ekki fallist á þá málsvörn kvenna að þær hafi verið að verja sig ef þær grípa til aðgerða eftir að árás á þær er lokið, jafnvel þótt það teljist sannað að maðurinn hafi fyrst ráðist á konuna. Það sér hver heilvita maður að slíkt ákvæði um neyðarvörn gagnast lítið þegar um er að ræða tvo aðila af sitt hvoru kyni þar sem árásarmaðurinn hefur í flestum tilfellum líkamlega yfirborði og hefur þar að auki kúgað hina manneskjuna með andlegu og líkamlegu ofbeldi árum saman.

Þegar kemur að því að ákæra aðila fyrir að hafa beitt maka sinn ofbeldi þarf því að fella athafnir hans undir mörg ólík hegningarlagaákvæði sem voru sett í allt öðrum tilgangi en að refsa fyrir ofbeldi í parsamböndum. Þegar refsing er ákveðin út frá gildandi ákvæðum hegningarlaga þá miðast þyngd refsingar jafnframt iðulega við hversu miklar líkamlegar afleiðingar árásarinnar eru og hvort hættulegri aðferð (s.s. hættulegu vopni) hafi verið beitt.

Það er orðið löngu tímabært að löggjafinn viðurkenni séreðli og alvarleika þessara afbrota og setji viðeigandi ákvæði í löggjöf sína. Mun eðlilegra væri að í hegningarlögum væri ákvæði sem væri hugsað sem refsiákvæði gegn kynbundu ofbeldi og við ákvörðun refsingar væri hægt að miða við hið sérstaka eðli kynbundins ofbeldis. Líkamlegar afleiðingar kynbundins ofbeldi eru oft ekki miklar, ofbeldið lýsir sér ekki síst í þeirri áralöngu kúgun sem konurnar eru beittar og slíkar afleiðingar ber fólk ekki utan á sér. Það þýðir einfaldlega ekki að láta sem þessi brotaflokkur sé ekki til, slíkt leysir engan vanda.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand