Höldum í málskotsréttinn áfram

…Í fimmta lagi sannaði málskotsrétturinn gildi sitt í sumar. Atburðir sumarsins sýna að mínu mati að málskotsréttur hjá forseta getur verið nauðsynlegur við vissar aðstæður þótt að almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur hefði verið í stjórnarskránni. Það á t.d. við þegar afleiðingar tiltekinna lagafrumvarpa koma strax í ljós, eins og átti við um fjölmiðlafrumvarpið hið fyrsta, þar sem tiltekin útvarpsleyfi áttu samkvæmt frumvarpinu að renna út örfáum mánuðum síðar. Tíminn var því afar knappur og var atriði í þessu sambandi.Hefði verið stuðst við almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki víst að unnt hefði verið að koma í veg fyrir þessar afleiðingar lagasetningarinnar vegna þess að talsverðan tíma hefði getað reynst að safna saman allt að 40-50.000 undirskriftum. Við slíkar aðstæður getur málskotsréttur forseta átt betur við sem neyðarhemill en almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Fjölmiðlafrumvarpið er því dæmi um að almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu hefði hentað verr heldur en málskotsréttur forseta… Nýskipaðir nefndir um stjórnarskrárbreytingar veita einstakt tækifæri til að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins og þær opna jafnframt vonandi á frjóar umræður um stjórnarskrána, stöðu og þýðingu hennar í nútímasamfélagi.

Breytingar á stjórnarskrá eru því fátíðar, enda er í sjálfu sér ekki æskilegt að hún sé sífellt að taka breytingum. Hún er æðsta réttarheimild þjóðarinnar og á því að vera undirstaða lagasetningar og það er mikilvægt að sú undirstaða sé traust. Vegna stöðu stjórnarskrárinnar má því jafnframt halda fram að þegar farið er í endurskoðun eigi ekki að einskorða sig við ákveðin atriði, heldur að taka fyrir þau atriði sem eru umdeild eða óskýr og afmá þá galla sem menn telja vera fyrir hendi.

Reynslan sýnir að erfitt hefur verið að ná samstöðu um endurbætur á stjórnarskránni á lýðveldistímanum. Allar breytingar á þeim tíma, með einni undantekningu, hafa varðað breytta kjördæmaskipan. Margar stjórnarskrárnefndir hafa þó setið að störfum.

Opna starfið

Mjög mikilvægt er að sem mest sátt ríki um breytingar á stjórnarskránni og að sem flestir komi að þeirri vinnu. Umræða um hugsanlegar breytingar á stjórnarskránni má ekki einangrast við stjórnmálamenn eða lögfræðinga. Þjóðin þarf að hafa möguleika og vettvang til að koma sínum hugmyndum á framfæri. Þetta þurfa endurskoðunarnefndirnar tvær sem nú hafa verið settar á fót að hafa í huga.

Hægt er að nefna nokkur atriði sem ég tel að megi endurskoða í stjórnarskránni en ég læt að nefna tvö þeirra í þessari lotu.

Landið eitt kjördæmi

Eitt umdeildasta atriði stjórnarskrárinnar sem særir hvað mest réttætiskennd almennings, er tvímælalaust stjórnarskrárbundið misvægi atkvæðaréttarins.
Hér er um grundvallaratriði og grundvallarréttindi borgara að ræða og að mínu mati eiga þessir hagsmunir að vega þyngra en kjördæmahagsmunir eða hagsmunir einstakra stjórnmálamanna eða –flokka. Um slík grundvallarréttindi á, að mínu mati, ekki að semja.

Það er mikilvægt að hafa í huga að náist þetta ekki gegn við þessa endurskoðun, verður í fyrsta lagi unnt að kjósa með jöfnu atkvæðavægi allra þegna árið 2015. Og þá er það að því gefnu að við munum ráðast aftur í endurskoðun á stjórnarskránni á næsta kjörtímabili sem er auðvitað alls kostar óvíst.

Almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu

Í stjórnarskránni er ekkert ákvæði sem gerir þegnum landsins kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál sem Alþingi hefur til umfjöllunar.
Ég er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að tryggja rétt þjóðarinnar til að knýja á um þjóðaratkvæðagreiðslu, t.d. með því að tiltekið hlutfall kjósenda geti krafist hennar. Viðmið um 20% hlutfall finnst mér í því sambandi vera skynsamlegt. Slík ákvæði má finna víða í Evrópu og ganga þjóðaratkvæðagreiðslur vel hjá öðrum þjóðum.

Það væri mikil réttarbót og vísir að beinna lýðræði sem við í Samfylkingunni höfum lengi barist fyrir. Stjórnmálamenn eiga ekki að óttast skoðanir sinnar eigin þjóðar.

Málskotsréttur forseta

Verði sett inn almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrána á það að mínu mati, ekki að koma í stað málskotsrétt forsetans í 26. gr.
Í fyrsta lagi tel ég það vera glapræði að afnema málskotsrétt forseta Íslands eftir atburði síðastliðins sumars. Slík breyting yrði eðlilega álitin aðför að embætti forseta Íslands og græfi undan trúverðugleika og heilindum þeirra sem að því stæðu.

Breytingar á stjórnarskránni mega ekki standa svo nærri stjórnmálaþrætum. Með því erum við að veikja æðstu réttarheimildina, veikja undirstöðuna og farin að vekja ósætti með stjórnarskrárbreytingum. Stjórnarskráin þarf að vera hafin yfir dægurþrætur. Annars er virðingu hennar stefnt í voða.

Í öðru lagi væri það grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipun að taka löggjafarvaldið af forseta Íslands en það vald hefur hann skýrt samkvæmt 2. gr. stjskr. og samkvæmt vilja höfunda stjórnarskrárinnar.

Í þriðja lagi er að mínu mati grundvallarmunur á málskoti forsetans og því þegar ákveðinn hópur kjósenda nær að uppfylla lágmarkskröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sækir umboð sitt til þjóðarinnar og stendur henni reikningsskil gjörða sinna í kosningum og er því ábyrgð hans af allt öðrum toga en ábyrgð hóps kjósenda sem krefst þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í fjórða lagi er pólitískur munur á málskotsrétti forseta og því þegar tiltekið hlutfall þjóðarinnar getur krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Í mínum huga er heimild forseta annars eðlis, þar sem að hann vísar tilteknum málum einfaldlega til þjóðarinnar og lætur henni eftir að taka afstöðu. Sjálfur þarf hann að vega og meta hvenær tilefni er til þess að vísa málum til þjóðarinnar, en hann tekur ekki pólitíska eða efnislega afstöðu og beitir sér ekki með eða gegn málum.
Réttur borgara til að knýja á um þjóðaratkvæðagreiðslu felur eðli málsins samkvæmt í sér efnislega afstöðu. Það eru andstæðingar tiltekinna mála sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu eins og dæmin sanna.

Málskotsrétturinn getur virkað betur en almennt ákvæði

Í fimmta lagi sannaði málskotsrétturinn gildi sitt í sumar. Atburðir sumarsins sýna að mínu mati að málskotsréttur hjá forseta getur verið nauðsynlegur við vissar aðstæður þótt að almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur hefði verið í stjórnarskránni.

Það á t.d. við þegar afleiðingar tiltekinna lagafrumvarpa koma strax í ljós, eins og átti við um fjölmiðlafrumvarpið hið fyrsta, þar sem tiltekin útvarpsleyfi áttu samkvæmt frumvarpinu að renna út örfáum mánuðum síðar. Tíminn var því afar knappur og var atriði í þessu sambandi.

Hefði verið stuðst við almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki víst að unnt hefði verið að koma í veg fyrir þessar afleiðingar lagasetningarinnar vegna þess að talsverðan tíma hefði getað reynst að safna saman allt að 40-50.000 undirskriftum.

Við slíkar aðstæður getur málskotsréttur forseta átt betur við sem neyðarhemill en almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Fjölmiðlafrumvarpið er því dæmi um að almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu hefði hentað verr heldur en málskotsréttur forseta.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand