Um hvað er kosið?

landsfundur3

Ungt fólk á að vera leiðandi afl í samfélaginu og boðberar breytinga. Þess vegna kýs það Samfylkinguna.

landsfundur3

Það eru fjórir dagar í alþingiskosningar. Þær verða haldnar næsta laugardag og eðlilega eru átakalínurnar farnar að skýrast. Allt útlit er fyrir tímamótaniðurstöður. En um hvað kjósum við?

Í fyrsta lagi er kosið um hvort Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fái meirihluta á Alþingi. Þessir flokkar hafa næstum undantekningalaust getað myndað meirihluta frá því að íslenska lýðveldið var stofnað. Nú er kosið um breytingar. Í fyrsta skipti er möguleiki á félagshyggjustjórn, Samfylkingar og VG, án aðkomu Framsóknarflokksins. Þannig getur þjóðin loksins brotið upp helmingaskiptakerfi sérhagsmunaflokkanna, sem var einmitt eitt af markmiðunum með stofnun Samfylkingarinnar. Þannig tryggjum við að endurreisn Íslands sé byggð á gagnsæjum leikreglum þar sem jöfn tækifæri allra Íslendinga eru höfð að leiðarljósi.

Skoðanakannanir sýna að miklar líkur eru á því að hægt verði að mynda ríkisstjórn Samfylkingar og VG. Kosningarnar verða ekki aðeins sögulegar fyrir mikla fylgisaukningu þessara tveggja flokka heldur líka vegna þess að við stöndum á tímamótum. Efnahagslífið er hrunið og við þurfum að velja leið til þess að vinna okkur út úr vandræðum.

Þar kemur tvennt til greina. Annars vegar að fara framsækna leið Samfylkingarinnar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu og stefna að upptöku nýs gjaldmiðils. Hins vegar að fara afturhaldsleið annarra flokka sem vilja halda í ónýta krónu og lélegt landbúnaðarkerfi. Mikið er rætt um vinnu og velferð af öllum flokkum en ljóst er að Ísland nær ekki árangri ef við leysum ekki þá gjaldeyriskreppu sem við erum í. Með upptöku evru sköpum við starfsskilyrði fyrir þekkingarfyrirtæki sem annars fara af landi brott. Við sköpum menntuðu fólki samkeppnishæf laun og störf og komum í veg fyrir að það fari á eftir þekkingarfyrirtækjunum.

Ef þú vilt trúverðuga peningastefnu og umókn um aðild að Evrópusambandinu þá verður þú að kjósa Samfylkinguna. Tryggja verður að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn því aðeins þannig sækir Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Þú tryggir líka Jóhönnu Sigurðardóttur, strangheiðarlegri, samkynhneigðri konu sem hefur hagsmuni Íslands ofar en sína , áfram forsætisráðherrastólinn.

Ungt fólk á að vera leiðandi afl í samfélaginu og boðberar breytinga. Þess vegna kýs það Samfylkinguna.

kosningaurslit1

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand