Nú hefur DV náð botninum. Illugi Jökulsson að hverfa á braut og jah…engar siðferðislegar hömlur lengur? Engin blaðamennska? Er hægt að kalla það blaðamennsku sem DV gerði í dag, að slá upp á forsíðu flennistórri fyrirsögn sem inniheldur þær upplýsingar að morðingi hafi ,,notið ásta” með fórnarlambi sínu áður en hann myrti það? Ókunnugu fólki finnst þær upplýsingar nógu sláandi og hvað þá með þrjú börn fórnarlambsins? Þau búa í þessu samfélagi líka. Þau sjá sömu stóru fyrirsagnirnar og blasa við okkur hinum þegar við förum út í búð eða kaupum okkur nammi í sjoppunni eða förum eitthvað í heimsókn. Það eru ekki bara þau sem sjá þær, heldur líka allir ættingjar þeirra og allir í skólanum þeirra og bara yfirhöfuð allir sem þau umgangast. Nú hefur DV náð botninum. Illugi Jökulsson að hverfa á braut og jah…engar siðferðislegar hömlur lengur? Engin blaðamennska? Er hægt að kalla það blaðamennsku sem DV gerði í dag, að slá upp á forsíðu flennistórri fyrirsögn sem inniheldur þær upplýsingar að morðingi hafi ,,notið ásta” með fórnarlambi sínu áður en hann myrti það? Ókunnugu fólki finnst þær upplýsingar nógu sláandi og hvað þá með þrjú börn fórnarlambsins? Þau búa í þessu samfélagi líka. Þau sjá sömu stóru fyrirsagnirnar og blasa við okkur hinum þegar við förum út í búð eða kaupum okkur nammi í sjoppunni eða förum eitthvað í heimsókn. Það eru ekki bara þau sem sjá þær, heldur líka allir ættingjar þeirra og allir í skólanum þeirra og bara yfirhöfuð allir sem þau umgangast.
Hver býður börnum upp á þetta? Hver hefur nógu ógeðslegan hugsunarhátt til að finnast það í lagi að þrír litlir krakkar lesi slíkt um móður sína og föður á forsíðu blaðs sem dreift er út um allt land? Ég hélt satt að segja að þó að DV hafi farið yfir ákveðnar línur áður, m.a. með því að birta viðtal við viðkomandi mann áður en hann hafði verið dæmdur, að jafnvel þeir gengju ekki svona langt.
Ég hef oft skemmt mér yfir ábyrgðarlausum fréttum DV, bandað burt hneykslunarorðum fólks um siðferðileg mörk í blaðamennsku og haldið áfram að lesa af áfergju fréttaefni sem höfðar til minna lægstu hvata; fréttir sem lýsa morðum og nauðgunum og kynlífsþrælkun og hinum ýmsu harmleikjum öðrum. Flest sem við kemur mannlegum veikleikum, það selur. En eru engin mörk þar sem salan hættir að skipta máli og gamla klisjan ,,aðgát skal höfð í nærveru sálar” kemur í staðinn? Jafnvel ekki þegar um er að ræða barnssálir?
Eitt er að dansa á mörkum hins siðlega í blaðamennsku. Annað er að láta eins og þau séu ekki til. Það sem DV setti á forsíðuna hjá sér í dag, það er ekki á mörkum hins siðlega. Það er á mörkum hins eðlilega – þegar kemur að geðheilsu þeirra sem taka ákvarðanir á viðkomandi blaði. Það er ógeðslegt. Og selur.