Og framtíðin kom

Langflestir sem hugsa um stjórnmál að einhverju leyti, virðast hugsa um þau mestmegnis til mikið lengri tíma en svosem eins kjörtímabils. Ennfremur hugsar fólk undantekningalítið um þarfir heildarinnar en þá greinir hinsvegar á um nákvæmlega hvernig best sé að því farið án þess að þrengja of mikið að réttindum minnihlutahópa. Þetta er merki um að við, sem þjóð, séum vaxin upp úr því fornaldarlega viðhorfi að hugsa alfarið um eigin hagsmuni þegar okkur er gefið valdið til að hugsa um aðra. En það eru skuggahliðar á jafnvel björtustu hlutum og langtímahugsjónin getur þurft að víkja agnarögn fyrir bráðari köllum, og mætti færa rök fyrir því að um þessar mundir fari að koma upp slíkar aðstæður, þar sem það er ekki bara til umræðu heldur fullur vilji flestra til, að endurskoða stjórnarskrána. Langflestir sem hugsa um stjórnmál að einhverju leyti, virðast hugsa um þau mestmegnis til mikið lengri tíma en svosem eins kjörtímabils. Ennfremur hugsar fólk undantekningalítið um þarfir heildarinnar en þá greinir hinsvegar á um nákvæmlega hvernig best sé að því farið án þess að þrengja of mikið að réttindum minnihlutahópa. Þetta er merki um að við, sem þjóð, séum vaxin upp úr því fornaldarlega viðhorfi að hugsa alfarið um eigin hagsmuni þegar okkur er gefið valdið til að hugsa um aðra. En það eru skuggahliðar á jafnvel björtustu hlutum og langtímahugsjónin getur þurft að víkja agnarögn fyrir bráðari köllum, og mætti færa rök fyrir því að um þessar mundir fari að koma upp slíkar aðstæður, þar sem það er ekki bara til umræðu heldur fullur vilji flestra til, að endurskoða stjórnarskrána.

Það voru tveir herramenn sem virtust ómögulega geta sætt sig við stjórnarskrána eins og hún var, þannig að auðljóslega þurfti að breyta henni þegar hún var ekki farin að virka eins og herrarnir tveir ætluðust til þess að hún virkaði. Þeir virðast í fljótu bragði vera óttalegir hræsnarar og þeir eru það fyrir verri hluti en að vera frekir, en núna er kominn tími til þess að láta slíkar skoðanir aðeins til hliðar, og fara að íhuga að stjórnmálum á almennara sviði. Þegar um er rætt að breyta eigi
stjórnarskránni, verðum við að geta slappað af og aðeins hætt að hugsa um gjörspillt kvótakerfið og fjárreiður flokkanna, ofurveldi Baugs og ofurveldi Davíðs, og farið að pæla í ofurveldinu Íslandi, og ekki eins og við viljum hafa það næstu tíu kjörtímabilin, heldur til eilífðarnóns. Við erum bókstaflega að endurfæða sjálfstæði Íslands.

Eins og mörg okkar vita er stjórnarskrá Íslendinga meira eða minna komin af þeirri dönsku, enda þótti hún góð og gild þá og þykir eflaust enn. Bandaríkjamenn eru líklega með frægustu stjórnarskrá heimsins þar eð hún sést mikið í bíómyndum og þvíumlíku, en minna er almennt fjallað um innihald hennar hérlendis. Tilfellið er nefnilega ekki svo að hún heimili eingöngu ,,öllum góðum mönnum“ að ganga með byssu, hún heimilar þeim ýmislegt sem er mun mikilvægara en jafnvel stærstu byssur heimsins.

Og það er réttur þeirra sem borgara.

Í dag stendur frammi fyrir okkur erfið en nauðsynleg spurning. Við verðum að hætta að velta okkur upp úr því sem við eigum ósameiginlegt, og fara að hugsa um það sem ekki bara stjórnin og stjórnarandstaðan eru samstíga um, heldur við öll, sem Íslendingar, sem fólk og jafnvel framsóknarmenn.

Sem betur fer er það mun fleira sem við getum talað um sem við eigum sameiginlegt heldur en hitt. Við megum ekki tapa okkur í hógværðinni og aldrei nokkurn tíma hugsa um eigin hag, en við verðum líka stundum að setja okkar eigin þarfir fram yfir þarfir heildarinnar, og þar kemur stjórnarskráin hvað sterkust inn í. Hér ætlum við að skrifa niður hagsmuni allra, einstaklingsins, fyrirtækisins og heildarinnar, og taka út næstum því allt sem við erum ekki sammála um. Það er meira en að nefna það þegar hinar fáránlegustu uppástungur koma upp á, eins og að reka forsetann, festa
kvótakerfið enn betur í sessi og taka upp bandaríska fánann. Hvernig ætlum við að ræða þetta? Hvernig ætlum við að komast að niðurstöðu?

Ég gef lesendum orðið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand