Menntasókn á Frelsi.is

Bjarki Már Baxter skrifaði nýverið grein á Frelsi.is, málgagn ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem hann gerir lítið úr menntasókn Samfylkingarinnar og heldur því jafnframt fram að taka eigi upp skólagjöld við Háskóla Íslands. Bjarki dregur þá barnalegu ályktun að stefna Samfylkingarinnar í menntamálum nái aðeins til Háskóla Íslands: ,,Þessari herferð, sem bar yfirskriftina ,,Menntasókn“, var einkum beint að Háskóla Íslands en ekki öðrum háskólum landsins. Ekki var heldur fjallað um önnur skólastig heldur en háskólastigið og því er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að stefna flokksins í menntmálum ná til eins skóla í landinu.” Honum finnst undarlegt að þegar Samfylkingin heimsækir HÍ sé ekki lögð áhersla á aðra skóla á háskólastiginu eins og t.d. Listaháskóla Íslands, Tækniháskóla Íslands, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Viðskiptaháskólann á Bifröst. Samfylkingin mun heimsækja hina háskólana og þingmenn flokksins fóru t.a.m. í Hólaskóla á dögunum og þá er ráðgert að fara í Háskólann á Akureyri og Viðskipaháskólann á Bifröst fljótlega. Umræðan um skólagjöld á háskólastigi og fyrirhugaðar fjöldatakmarkanir við Háskóla Íslands hefur verið fyrirferðamikil á seinustu dögum og vikum. Um miðjan janúar stóð Samfylkingin fyrir Samfylkingardögum í Háskóla Íslands þar sem kynnt var menntasókn flokksins og málefni háskólastigsins alls var til umræðu. Þingmenn flokksins funduðu með fulltrúum deilda skólans, Stúdentaráði og þess á milli voru þeir á kaffistofunum og ræddu við nemendur sem og kennara. Þetta frumkvæði Samfylkingarinnar mæltist almennt mjög vel fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti sýnt málaflokknum lítinn áhuga og nýr menntamálaráðherra hefur t.a.m. gefið afar loðinn svör þegar kemur að málefnum HÍ.

Sambærilegu fé verið til háskólastigsins alls
Bjarki Már Baxter skrifaði nýverið grein á Frelsi.is, málgagn ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem hann gerir lítið úr menntasókn Samfylkingarinnar og heldur því jafnframt fram að taka eigi upp skólagjöld við Háskóla Íslands. Bjarki dregur þá barnalegu ályktun að stefna Samfylkingarinnar í menntamálum nái aðeins til Háskóla Íslands: ,,Þessari herferð, sem bar yfirskriftina ,,Menntasókn“, var einkum beint að Háskóla Íslands en ekki öðrum háskólum landsins. Ekki var heldur fjallað um önnur skólastig heldur en háskólastigið og því er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að stefna flokksins í menntmálum ná til eins skóla í landinu.” Honum finnst undarlegt að þegar Samfylkingin heimsækir HÍ sé ekki lögð áhersla á aðra skóla á háskólastiginu eins og t.d. Listaháskóla Íslands, Tækniháskóla Íslands, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Viðskiptaháskólann á Bifröst. Samfylkingin mun heimsækja hina háskólana og þingmenn flokksins fóru t.a.m. í Hólaskóla á dögunum og þá er ráðgert að fara í Háskólann á Akureyri og Viðskipaháskólann á Bifröst fljótlega.

Um tillögur Samfylkingarinnar segir Bjarki ennfremur: ,,Tillögur Samfylkingarinnar eru í fáum orðum þær að auka fjárframlög til Háskóla Íslands um 4-8 milljarða.” Þetta er einfaldlega ekki rétt. Samfylkingin vill að stefnt verði að því að Íslendingar verji sambærilegu til alls háskólastigsins og aðrar Norðurlandaþjóðir, þannig að fjárframlög til háskólastigsins verði aukin kerfisbundið á næstu árum. Það er enginn að segja að fjárframlögin eigi að hækka um 4 milljarða á einu ári.

300 þúsund krónur á ári – 1.5 milljón eftir fimm ára nám
Umræðan um hvort að taka eigi upp skólagjöld við Háskóla Íslands komst á flug í haust þegar rektor skólans opnaði fyrir slíkar hugmyndir og nefndi m.a. upphæð í því sambandi – 300.000 krónu skólagjöld á hverju ári. Innritunargjöld við Háskóla Íslands, sem nú eru 32.500 krónur á nemanda á ári, skila 147 milljónum króna samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2004. Hækkun skólagjalda í 300 þúsund krónur á ári mun því í mesta lagi skila 1,4 milljörðum króna á ári. Ljóst er að 300 þúsund króna skólagjöld á ári hverju og 1,5 milljónir eftir 5 ára nám verða námsmönnum verulega íþyngjandi. Ofan á þessa upphæð bætast svo skuldir vegna framfærslulána. Breytir þá engu þótt þeir fái að taka skólagjaldalán – því lán eru þeirri náttúru gædd að þau falla að endingu á gjalddaga með vöxtum og verðbótum.

Sömu möguleika
Í greininni á Frelsi segir Bjarki: ,,Sú stefna Samfylkingarinnar að 25%, 30% eða 50% þjóðarinnar eigi að vera með háskólamenntun er óskynsamleg og á það ekki að vera takmark stjórnvalda að ná [að] mennta einhvern tiltekin[n] fjölda einstaklinga.” Á Íslandi hafa rúmlega 27 % fólks á aldrinum 25 til 34 ára lokið háskólaprófi, en þetta hlutfall er að meðaltali 37% í öðrum Norðurlöndum. Samfylkingin er ekki að tala að það eigi að vera takmark stjórnvalda að ,,ná að mennta” tiltekinn fjölda einstaklinga, heldur að auðvelda þeim einstaklingum sem vilja mennta sig að ná því markmiði.

,,Markmiðið á að vera, eins og áður sagði, að möguleikarnir séu fyrir hendi fyrir þá sem vilja mennta sig.” Þarna eru við Bjarki sammála, sem er vel – möguleikar þeirra sem vilja mennta sig verða að vera til staðar. Aftur á móti eru við ósammála um að skólagjöld séu rétta leiðin að því takmarki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand