Uj styður stjórnlagaþing

Ungir jafnaðarmenn vilja að stjórnlagaþing sé haldið og styðjum við ríkisstjórnina í því að halda því til streitu. Stjórnlagaþing er hluti af ósk þjóðarinnar um endurskoðun stjórnarskráarinnar og ber okkur skylda að verða við þeirri ósk. Við hörmum hvernig staðið var að kosningum til stjórnlagaþings en bendum jafnframt á að ákvörðun Hæstaréttar er umdeilanleg. Einnig hörmum við ómaklegar árásir á forsætisráðherra og hvetjum til málefnalegrar umræðu.

Ungir jafnaðarmenn

Deila

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur