Sameinumst, hjálpum þeim

Ungir jafnaðarmenn skora á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína og hækka fjármagn til þróunarhjálpar. Ríkistjórnin á þrátt fyrir slæmt árferði að skipa sér í fremstu röð þjóða sem taka þátt í að gera heiminn að betri stað í dag en hann var í gær og setja öðrum þjóðum gott fordæmi í þeim efnum.

Hornsteinn félagshyggjunnar felst í að bera virðingu fyrir mannlegri reisn og taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi og þróunarhjálp. Ungir jafnaðarmenn vilja benda á að í nýsamþykktum fjárlögum er framlag Íslendinga til þróunarhjálpar aðeins 0.19% af vergri þjóðarframleiðslu. Það er langt undir prósentutölu hinna Norðurlandana. Að auki má benda á að Evrópusambandið samþykkti að öll aðildarríki skyldu stefna að að verja 0,5% til þróunaraðstoðar.

Rúmlega helmingur mannkyns lifir á 2 dollurum á dag, meðan fjármagn heimsins safnast á fárra manna hendur.  Slíkur ójöfnuður á milli fólks í heiminum er óásættanlegur og á ábyrgð okkar allra, sem og samfélags þjóðanna, að sporna við. Slæmt efnahagsástand hér á landi réttlætir ekki að við tökum ekki þátt í að hjálpa þeim sem minna mega sín.

Ungir jafnaðarmenn

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand