Til varnar málfrelsinu

Ungir jafnaðarmenn fordæma tillögu Sambands ungra sjálfstæðismanna um að „HÍ ætti að skoða það hvort ekki sé ástæða til að kanna stöðu þeirra manna sem gengu fram með slíkum hætti og tóku þátt í að blekkja þjóðina í pólitískum tilgangi.“ Áhyggjur hljóta að vakna ef skerða á akademískt frelsi vegna þess að fræðimenn tala fyrir andstæðri skoðun við þá sem SUS talar fyrir í opinberri umræðu. Ungir jafnaðarmenn telja þessa tillögu vega að grunnstoðum lýðræðis á Íslandi.

Uppbyggileg umræða mun ekki þrífast ef draga á fram heykvíslarnar gegn hverjum þeim sem mælir fyrir tilteknum skoðunum. Málfrelsi er nauðsynlegt skilyrði þess að lýðræði geti þrifist á Íslandi og tillaga SUS er gróf atlaga gegn því málfrelsi. Fræðimenn eru einn þeirra þjóðfélagshópa sem hvað mest ástæða er til að tjái sig á opinberum vettvangi um mikilvæg málefni er varða hag lands og þjóðar – hvaða skoðanir sem þeir kunna að hafa. Þeir eiga ekki að rykfalla milli doðranta í skúmaskotum Háskólans, heldur ber þeim að láta sig málefni líðandi stundar varða. Réttur fræðimanna sem og annarra landsmanna til tjáningarfrelsis á aldrei að takmarkast af því hvað ráðandi stjórnmálaöflum þykir rétt hverju sinni.

Ungir jafnaðarmenn ítreka mikilvægi þess að á Íslandi sé starfræktur háskóli sem er óháður einkaaðilum sem kunna að vilja „kanna stöðu“ þeirra fræðimanna sem hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir. Háskóli Íslands þarf að vera miðstöð gagnrýninnar umræðu þar sem andstæð sjónarmið geta tekist á. Ritskoðun er aðferð alræðisríkja og því ber öllum raunverulega frjálslyndum stjórnmálaöflum að hafna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand