„Af hverju á ég að kjósa?“

Við erum að kjósa um nýja stjórnarskrá. Þú hefur valdið að ráða þinni framtíð en til þess þarftu að standa upp úr sófanum! Það verða margar spurningar á kjörseðlinum á laugardaginn, en þú ræður algjörlega hvort þú svarar þeim. Þú svarar bara þeim sem þér finnast skipta máli.

Við erum að kjósa um nýja stjórnarskrá. Þú hefur valdið að ráða þinni framtíð en til þess þarftu að standa upp úr sófanum! Það verða margar spurningar á kjörseðlinum á laugardaginn, en þú ræður algjörlega hvort þú svarar þeim. Þú svarar bara þeim sem þér finnast skipta máli.

En hvað þýðir það að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá? Hvað er verið að spyrja um?

Það gæti þýtt að náttúruauðlindir landsins verði í eigu þjóðarinnar, s.s. að þjóðin geti ekki selt þær. Við eigum þær þá alltaf öll saman, -ekki bara sumir. Við heyrum um að Kínhverjar séu að kaupa upp vatnsréttindi í Afríku. Ef við breytum stjónarskránni á þennan hátt verður það ekki hægt á Íslandi, því þær auðlindir sem þjóðin á verður ekki hægt að selja.

Eiga öll atkvæði að vega jafnt eða á atkvæði þess sem býr á Vopnafirði að telja meira en þitt ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu? Það er ákveðið réttlætismál í lýðræðissamfélögum nútímans að rödd hvers og eins á að vega jafn þungt þegar kemur að sameiginlegri ákvarðanatöku.

Hvað finnst þér um að hafa þjóðkirkju í stjórnarskrá? Það eru ekki mjög lönd með þjóðkirkju í stjórnarskrá; -af Norðurlöndunum eru það við og Danir. Viltu geta kosið fólk en ekki flokka? Þetta eru stórar spurningar sem þarf að fá svör við. Það hefur ekki tekist í gegnum sögu lýðveldisins en nú hefur þjóðin tækifæri til að gera þessar stóru breytingar á stjórnskipun landsins.

Hvað sem það er sem þú vilt, þá þarftu að mæta og kjósa svo hlustað verði á þig!

Ég get lofað þér einu: Það hlustar enginn á þig ef þú situr heima! Mættu á kjörstað og hafðu raunveruleg áhrif!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið