Öfgar þjóðernishyggju

Saga Ungverjalands í gegnum tíðina er gríðarlega merkileg og samofin sögu Evrópu. Landið var undir hæl kommúnista í tugi ára og gekk í ESB ásamt mörgum öðrum fyrrum kommúnistaríkjum árið 2004. Í dag sækir fjöldi íslenskra læknanema nám þangað – til lands þar sem rómafólk er ofsótt, frelsi blaðamanna hefur verið minnkað og þjóðernishyggja hefur risið svo um munar og ný stjórnarskrá landsins veikir dómsstigið. Allt þetta hefur breytt ástandinu í Ungverjalandi til hins verra og nú er svo komið að margir fræðimenn eru byrjaðir að kalla landið „soft dictatorship“eða létt einræðisríki á íslensku.

En hvað er svona merkilegt við Ungverjaland að ég nenni að skrifa grein um ástand þess eru þið að spyrja ykkur núna? Það sem hvetur mig til að segja svona stuttlega frá ástandinu þar er ótti minn við þá þjóðernishyggju sem fer vaxandi, ekki bara þar heldur líka í Evrópu og hér á Íslandi.

Í Evrópu erum við að sjá flokka eins og Front national í Frakklandi, sem barist hefur af miklum móð gegn innflytjendum og réttindum samkynhneigðra og fengið allt sitt fylgi út á það að verja Frakkland gegn Islam og öðrum utanaðkomandi „hættum“. Í Noregi er Fremskrittspartiet kominn í fyrsta skipti í ríkisstjórn en þeim flokki er mikið í mun að verja Noreg fyrir ógnum eins og Islam og þá sérstaklega að velferðarkerfi þeirra verði tryggt gegn ofsókn innflytjenda í það. Fleiri dæmi eins og í Hollandi þar sem flokkur Geert Wilders, manns sem vill banna Kóraninn, er nú að mælast stærsti flokkurinn í hverri skoðanakönnunni á fætur annari.

Mörg fleiri dæmi er hægt að taka eins og Sannir Finnar, Dansk Folkeparti eða eitthvað öfgakennt eins og Gyllt dögun í Grikklandi.

Hérna á Íslandi höfum við verið heppinn. Við höfum aldrei verið með flokk sem opinberlega berst gegn innflytjendum á þann hátt sem Sannir Finnar, Dansk Folkparti eða Front national hafa beitt sér. Samt er það svo að vissir stjórnmálamenn eru búnir að vera leika sér með eldinn þegar kemur að þjóðernishyggju og á þann veg að ástæða er til að óttast. Forsætisráðherra talar um að Ísland geti verið útópiúríki, Vigdís Hauksdóttir þingkona talar fyrir að flóttamenn sem hingað koma eigi að vera með ökklabönd og allt þetta tal um íslenska þjóðmenningu vekur með mér ótta þegar ég horfi yfir til annarra landa og sé hversu hættulega braut við erum að feta okkur út á. Fyrir ekki svo löngu fékk Frjálslyndi flokkurinn stökk í könnunum þegar hann byrjaði að leika sér með þjóðernishyggju líkt og Framsókn gerir nú. Sem betur fer náði að slökkva þann eld áður en hann fór úr böndunum.

Ég óttast það mjög að mörg Evrópulönd séu að fara sömu leið og Ungverjaland og að eldar þjóðernishyggjunar verði ekki slökktir heldur blásið í glæðurnar og þannig byggist upp ný alda nasisma sem réð ríkjum víða um Evrópu fyrir seinni heimstyrjöldina. Við Íslendingar sluppum að mestu við það þá og vona ég svo sannarlega að við manndóm og vit til að hætta að leika okkur að eldi sem þjóðernishyggjan áður en við brennum okkur á honum.

Höfundar er: Natan Kolbeinsson formaður Hallveigar – Ungir Jafnaðarmenn í Reykjavík

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand