Þjónustutilskipun ESB gegn réttindum launafólks?

Hin fræga þjónustutilskipun ESB hefur vakið mjög hörð viðbrögð, sérstaklega hjá verkalýðshreyfingum. Ekki eru allir sáttir um ágæti hennar og telja margir hana ráðast gegn jafnaðar- og velferðarþjóðfélögum. Í viðleitni sinni til að koma að fjórfrelsinu svokallaða; frjálst flæði fjármagns, frjálst flæði fólks, frjálst flæði þjónustu og frjálst flæði vöru er vegið að stoðum velferðarþjóðfélagsins og grundvallarréttindum launafólks. Eitt af atriðum tilskipunarinnar er svokölluð upprunalandsregla sem veldur því að hægt er að greiða launþega lægstu leyfileg laun þegar horft er til heimalands viðkomandi. Í reynd á ekki að vera hægt að greiða launamanninum undir samþykktum kjarasamningum þessa lands sem hann innir vinnuna af hendi en vegna lagalegs frumskógs sem felst í þessari tilskipun mun eftirlit með því verða afskaplega erfitt. Hin fræga þjónustutilskipun ESB hefur vakið mjög hörð viðbrögð, sérstaklega hjá verkalýðshreyfingum. Ekki eru allir sáttir um ágæti hennar og telja margir hana ráðast gegn jafnaðar- og velferðarþjóðfélögum. Í viðleitni sinni til að koma að fjórfrelsinu svokallaða; frjálst flæði fjármagns, frjálst flæði fólks, frjálst flæði þjónustu og frjálst flæði vöru er vegið að stoðum velferðarþjóðfélagsins og grundvallarréttindum launafólks. Eitt af atriðum tilskipunarinnar er svokölluð upprunalandsregla sem veldur því að hægt er að greiða launþega lægstu leyfileg laun þegar horft er til heimalands viðkomandi. Í reynd á ekki að vera hægt að greiða launamanninum undir samþykktum kjarasamningum þessa lands sem hann innir vinnuna af hendi en vegna lagalegs frumskógs sem felst í þessari tilskipun mun eftirlit með því verða afskaplega erfitt. Hætta er á að fyrirtæki skrái sig í ,,hagstæðara gestalandi” þar sem kjör, reglur, skyldur og laun eru ekki eins og geti starfað eftir þeim. Slíkt getur leitt til lakari kjara, minni ábyrgð fyrirtækis sem er beinlínis skerðing réttinda launafólks. Svona kennitöluflutningur leiðir líka til aukins ójafnaðar á vinnumörkuðum þar sem fyrirtæki sem hefur ekki fundið sér ,,gestaland” þarf að fara eftir þeim lögum og reglugerðum sem eru til staðar í landinu það og það skiptið. Leiða má líkur að því að heimalandið bregðist við yfirboði þessu og rýmki reglur sínar hvað varðar kjarasamninga, vinnuvernd, ábyrgðir og þjónustu til að koma til móts við fyrirtækin. Öll kjarabarátta verkafólks í gegnum aldirnar er í uppnámi þar sem hagnaðarsjónarmið virðast eiga að vera algjörlega ráðandi. Dregið er úr öllu félagslegu og að því virðist mannlega verði af þessari þjónustutilskipun óbreyttri.

Myrkur andskoti?
Alþjóðavæðingin hefur veitt borgurum mikið en nú virðist hún hafa fengið hala og svipu og knýr áfram breytingar sem virðast eingöngu vera sniðnar að fjármagni og hagnaðarsjónarmiðum. Hættan við það er aukin einstaklingshyggja og flosnun úr félagslegum samskiptum. Eining meðal verkafólks verður ekki lengur til staðar, í stað þess kemur sundrung. Vegið er að verkalýðshreyfingunum í Evrópu með tilskipun þessari og hafa margir haft sínar efasemdir um hana. Nú bættist við í andstöðuhópinn Chirac Frakklandsforseti þar sem hann krefst þess að þjónustutilskipunin verði endurskoðuð. Hann hefur áttað sig á þeim fjárhags-, reglugerðar- og félagslegum undirboðum sem munu eiga sér stað verði engar breytingar á tilskipuninni. Nei, Chirac er ekki myrkur andskoti en þjónustutilskipunin sem faðmar frelsið og dásamar er það. Frelsið er ekki verkafólksins heldur fjármagnsins. UNICE (Evrópusamtök atvinnulífsins) hafa sett fram þær kröfur að stjórnvöld í Evrópu auki sveigjanleika á mörkuðum, fjarlægi hindranir og dragi úr reglugerðum og virðist þjónustutilskipunin uppfylla þær. Meðal þeirra raka er UNICE nefnir máli sínu til stuðnings er sú staðreynd að færri fyrirtæki séu stofnuð í Evrópu heldur en í Bandaríkjunum og þau fyrirtæki séu lengur að vaxa og lengri tíma taki að stofna þau. Tölfræðilegar staðreyndir frá Bandaríkjunum sýna líka hvernig bilið milli ríkra og fátækra eykst, hvernig velferðarþjóðfélag Ameríku er ekki fyrir alla og almennur ójöfnuður einkennir samfélagið. Það er ekki beint sú þróun sem ég vil að gerist á Íslandi. Afstaða íslenskra stjórnvalda er ekki alveg ljós eða í það minnsta fann ég hana ekki. Hinu margvíslegu leitarvélar og vefsíður beint tengdar efninu gáfu ekkert uppi. Ég auglýsi hér með eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til þessarar tilskipunar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand